Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1908, Blaðsíða 94
í bankanum.
A. »Þér getið ekki fengið þetta lán; haíið þér ekk
3 lán eldri«.
B. »Jú! svo lánsamur er ég«.
★ ★
*
Tengdasoniirinn er að taka á móti heimanmundi
konu sinnar af ríkum tengdaföður, hann skoðar
hvern seðil nákvæmlega, um leið og hann leggur
seðilinn frá sér.
Tengdafaðirinn: »Því ertu að skoða hvern seðil
svona vandléga, heldurðu að ég hafi falsað þá?«.
Tengdasonurinn: »0 — ekki svona beinlinis. En
síðan ég giflisl hefl ég komist að því, að konan mín
hefir falskar tennur, faiskt hár og fölsk brjóst, svo þér
verðið að fyrirgefa mér, þó ég sé orðinn dálitið
tortrgggimm.
★ ★
*
Bóndinn: »Þú ert ekki kulsæll, fyrst þú lætur
höggva gat á ísinn, til að smeygjaþér niður um, svo
þú getir baðað þig. Þykir þér þetta bað vera þægilegt?«-
Nirfdlinn: Nei! Það er fjarska óþægilegt, en ég
átti eftir prjái baðmiða frá sumrinu, [sem ég mátti til
að nota, áður en peir verða ónýtir, [því eftir nýár
hafa þeir ekkert gildi og ómögulegt að selja þá.
* *
*
Skömmu eftir að púðrið var fundið upp, var
djöfullinn á gangi út í skógi og mætir manni, sem
var á dýraveiðum með tvíhleypta byssu; hann segir
við veiðimanninn: »Hvað hefurðu sjaldséð þarna
maður minn?«.
Veiðimaðurinn: »Það er tóbakspontan mín«.
Djöfsi: »Þú getur þá gefið mér í tiefiðv.
Veiðimaðurinn: »Þaö er velkomið«, og setur um
leið byssuna upp að nefinu á djöfsa og hleypir skot-
unum úr báðum byssuhlaupunum upp í nasir kalls.
Djöfsa varð ekki annað meint við það, en að hann
fékk hnerra; að því búnu segir hann: »Það er ann-
ars skrambisterkt tóbakið í pontunnipinni,maður minn«-
(84)