Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1908, Síða 60
í p. m. Tók Brynjólfur Björnsson tannlæknis próf i
Kpmh. Próf í lögum tóku við háskólann í Kpmli.:
Einar Arnórsson með I. eink., Stefán G. Ste-
fánsson með II. eink. — Kollsigldi bátur frá
Mjóafirði með 4 mönnum, 2 drukknuðu, 2 kom-
ust af. — Guðmundur bóndi Sigfússon á Voð-
múla í A.-Landeyjum hengdi sig.
Ágúst 2. Pjóðhátíð Reykvíkinga — S. d. brann »Iðunn«,
ullarverksmiðja i Rvík, til kaldra kola.
— 10. (nótt). Var borinn eldur að vitanum á Garð-
skaga. Pegar að var komið tókst að slökkva eldinn.
— 11. Pjóðminningarhátíð i Vestmannaeyjum. — S. d.
Útibússtjóri Fr. Kristjánsson á Akureyri, stórkaup-
maður Eduard H. Tang á ísaf., Ptjeur Ólafsson á
Patreksf. og kaupm. St. Th. Jónsson á Seyðisflrði
viðurkenndir konsvilar fyrir Noreg.
— 13. Á Ölvaldsstöðum i Borgarhr. brann til bana
barn á 4 ári.
— 21. Gullbrúðkaup hjónannaJóns Magnússonar og
Margrjetar Einarsdóttur, á Arnarbæli i Grímsnesi,
haldið af sveitungum þeirra.
— 23. »Rapid«, norskt flutningsskip frá Kobervig',
strandaði nálægt Sköruvík á Langanesi; menn
komust af.
— 24. Kom fyrsta símskeyti til Seyðisfjarðar.
— S. d. Opnað par með fjölmenni og viðhöfn síma-
samband milli Islands og iitlanda.
— 31. Bændunum Ágústi Helgasyni i Birtingaholti
í Árnessýslu og Gísla P. Guðmundssyni á Ljóts-
stöðum í Skagf. veittar heiðursgjaflr af styrktar-
sjóði Krisjáns k. IX., 140 kr. hvorum.
Sept. 1. Á Steingrímsfirði hvolfdi bát með 5 mönn-
um, sem allir drukknuðu.
.— 2. Kristján Jónsson, fyrrv. bóndi á Hliðsnesi á
Álptanesi, drekti sjer. — S. d. Á Eyjafirði urðu
skaðar á ýmsum veiðarfærum af hvassveðri.
(50)