Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Volume

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1908, Page 62

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1908, Page 62
Okt. 3. Ungmannafjelag stofnað í Reykjavík. — 6. Mag. B. Gröndal haldið 80 ára afmœli í Rvík. S. d. Magnús bóndi Sigurðsson á Kjartansstaðakoti í Skagafirði fjell af hestsbaki og rotaðist. — 9. Jón Einarsson, húsmaður frá Garðstöðum í Vestmannaeyjum, um fimmtugt, drekkti sjer. — 14. Norðanveður mikið á Vestfjörðum; fórust í pví 50 kindur á Melgraseyri og 20 í Laugardalsá.— S. d. »Clarina«, fiskiskúta Einars Markússonar í Ólafsvík, sleit par upp af höfninni og rak í land; manntjón ekki. — 15. Kristján Porsteinsson í Arnpórsholti í Lunda- reykjadal datt af hestsbaki og beið bana af. — 17. Magnús Magnússon frá Landamótum í Vest- mannaeyjum, um prítugt, hrökk út af vjelabát, á leið upp að Eyjafjöllum, og drukknaði. — 20. Gullbrúðkaup Páls hónda Ólafssonar og konu hans Guðrúnar Jónsdóttur á Akri i Húnavatns.s. var haldið af sveitungum peirra. — 21. Jón Pálsson, ókvæntur maður á Stokkseyri, hengdi sig, 52 ára. — S. d. Ofsaveður á Seyðisfirðí, sleit upp mótorbát með vörum í; hann sökk, en nokkuð af vörunum rak í land. — 29. Varð Kristján Porgrímsson kaupm. í Reykja- vík sænskur konsúll á Islandi. Nóvbr. 1. Brann fjárhúskofi á Eyrarlandi við Akur- eyri með 10 kindum. — 2. Magnúsi Jónssyni, fyrv. bónda á Snjallsteins- höfða í Landm.hr, hjeldu sveitungar 90 ára af- mæli lians. — 6. Við Hegranes í Skagaf. hvolfdi bát með 2 mönn- um, öðrum bjargað, hinn drukknaði. — 9. Á Vopnafirði varð vart við 4 jarðskjálftakippi. —-10. Á Akureyri fundust 9 jarðsjálftakippir. — 13. Heilsuhælisfjelag stofnað í Reykjavik, af Odd- fellov-stúkunni. — 17.—18. Gekk yfir suðurland hvassviðri með (52)

x

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags
https://timarit.is/publication/866

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.