Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1908, Page 63
vonsku hríðarbyl, og gerði fjárskaða mikinn, á
Rangárvöllum, í Fljótshlið og Árnessýslu. í Kjal-
arnashreppi og Leirárhreppi fórst einnig sauðfé.
26. Ljósmyndahús Eiríks Porbergssonar á Húsa-
vík brann með öllu.
es- 14. Pórður Ólafsson frá Gullhúsum á Snæfjalla-
strönd rotaðist í Bolungarvík af vindustöng.
15. Eiríkur bóndi Ásbjarnarson frá Álfsstöðum á
Skeiðum, datt í náttmyrkri og ófærð niður í hver
hjá Reykjakoti í Ölfusi; þar soðnaði hann svo, að
hann dó degi síðar.
~~ 18. Ólafur Sandholt Jensson frá ísafirði datt út-
utbyrðis af bát á leið frá Ögurnesi og fórst.
21. Metúsalem Stefánsson, húsmaður á Hraunfelli
1 Vopnafirði, dó af byssuskoti.
22. »Kong Inge«, skip| Thorefjel., strandaði við
Flatey á Skjálfanda. Menn komust af og póst-
flutningurinn náðist. — S. d. sökk vjelabátur við
Ogur á ísafj.djúpi, báturinn náðist óskemmdur,
•ólkið komst af, en mest af varningi glataðist.
23. Magnús Árnason, steinsmiður úr Rvík, fannst
örendur við »Baldurshaga« í Mosfellssveit; hann
var á rjúpnaveiðum.
~~ 27. Björn Lárusson Blöndal, prestur að Hvammi
• Laxárdal, varð bráðkvaddur úti á Skaga (f. s/71870).
h. Lög- fyrir ísland og ýms stjórnarbréf.
ff11, 3®. Opið brjef um ríkistöku Friðriks kgs. VIII.
arz 26. Hafnarreglugerð fyrir Seyðisfj. kaupstað.
~~ 21. Reglur um skipstjórapróf á smáskipum.
Pril 1. Reglugjörð fyrir veðdeild landsbankans, af
nýjum flokki bankavaxtabrjefa.
~~ 18. Auglýsing um uppgjöf saka. Stjr.
" 12- Ólaíi Hjaltsteð veittur einkarjettur í 5 ár til
sölu sláttuvélar, er hann að nokkru leyti fann upp.
~~ 21. Brjef stjr. um innflutning á uxum og svinum.
aí 21. Reglugjörð umrefaveiðar í Norður-ísafj.sýslu
(53)