Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Volume

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1908, Page 85

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1908, Page 85
vini, þá náöi refablóðiö,úlfablóöið og svínablóðið tök- unum á honum. Haldi hann aðeins áfram að drekka, Þá verður hann altaf dýr«. Og íjandinn hældi púkanum sínum, fyrirgaf hon- um gömlu yfirsjónina og veitti honum háa heiðurs- stöðu. (Þ. Erl. þýddi). Finsk þjóðsaga. Morgunroðinn og kvöldroðinn voru bræður, sem attu að fara á hverjum morgni upp á himininn, til að boða komu móður þeirra, sólarinnar, og skipa stjörnunum og mánanum, að víkja úr vegi fyrir henni. ~~ En svo bar til eitt sinn, að þeir gleymdu þcssu, °g hugsuðu að eins um sína fegurð, og það, að láta öðrum lítast vel á sig, enda stóðu stjörnurnar, mán- iun, mennirnir og dýrin undrandi af fegurð bræðr- anna og gleymdu, að sýna sólinni þá virðingu, sem sjálfri drottningunni bar, þegar hún kom i geisla- skrúði sínu. Af þessu reiddist drottningin og dróg svört ský yfir himininn, sem steyptu úr sér hellirigningu meö Þrumum og eldingum. En þegar hún svo loks sóp- aði skýunum af himninum, svo loftið varð heiðríkt, Þá skildi hún bræðurna að, og lét annan boða komu fiennar á morgnana, en hinn burtför hennar á kvöldin. Síðan hefur hún aldrei lofað bræðrunum, að vera saman; að eins um Jónsmessuleytið lofar hún þeim aÞ sjást og taka höndum saman litla stund. Þeir *-árast oft af því, að fá ckki að vera hvor hjá öðrum; Þau tár kalla mennirnir morgundögg og kvölddögg. Tr. G. Pýddi. (75)

x

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags
https://timarit.is/publication/866

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.