Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1908, Síða 88
hvalir, sem náðust, og af þeim fjekkst lýsi 52,500 föt.
Veiðin öll metin 3 milj. kr.
Sama ár voru við Finnmörk, Bjarnarey og Spitz-
hergen 19 gufuskip; á pau náðust 656 hvalir. Afurðir
peirra seldust fyrir 850 þús. kr.
Frá Hammerfest og Varðey i Noregi voru sama
ár 67 skip, ílest seglskip, við veiðar í Íshaíinu og við
austurströnd Grænlands. Aflinn á pau varð samtals
220 rostungar, 32,500 selir, 190 hvitfiskar, 420 ísbirnir
og 300 lireindýr. Auk pessa náðust lifandi nokkrir
úlfar, refir og moskusnaut, sem eru í háu verði til
dýragarða.
A Vestfjörðnm voru áður 8 hvalveiðastöðvar,
sem útlend fjelög áttu, en árið 1905 voru par eptir
að eins tvö fjelög, annað á Hesteyri, hitt á Suðureyri.
Undanfarin ár var svo mikið drepið at hvölum á Vest-
fjörðum, að þeim fækkaði svo að útgjörðamönnum pótti
ekki tilvinnandi að vera par lengur; póvoru vciddir p.á.
á Hesteyri, með 4 skipum, 162 hvalir. Afurðir peirra
voru: 7497 tunnur af lýsi, 32,200 pd. skíði, 221,000 pd.
kjötmjöl og' 586,000 pd. beinamjöl. Á Suðurejri við
Tálknafjörð veiddust með 4 skipum 132 hvalir, sem
gáfu af sjer 7126 tunnur (210 pd.) aí lýsi, 46,000 pd.
skíði, 310,000 pd. kjötmjöl og 435,000 pd. beinamjöl.
Á Austfjörðum hafa verið næstliðin ár 2 stór
hvalveiðafjelög, en um pau vantar skýrslur.
Á Grænlandi var tekið manntal árið 1901; voru
par pá 11,893 menn. Af þeirri tölu voru 272 útlend-
ingar, lla kynblendingar og 2/3 hreinir Eskimóar.
Næstliðin 10 ár dóu árlega að meðaltali 29 af pús-
undi í Suður-Grænlandi og 34 i Norður-Grænlandi.
Lungnatæring er mannskæðust veiki par. Af henni
dej7ja 29 af hundraði allra dáinna. 13 af liundraði
dóu af slysförum, par af drukknuðu flestir.
Stærð Grænlands er talin 2,170,000 □ kílómetrar.
Af því mikla iandflæmi liggja 2,081,900 □ kílómetrar
(78)