Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.2004, Page 8
8 FIMMTUDAGUR 30. SEPTEMBER 2004
Fréttir DV
Efedrín í
Háskólanum
Einkaþjálfararnir Krist-
ján örn Oskarsson og
Sæmundur Hildimundar-
son íluttu
inn tæp-
lega 3000
Ripped
Fuel-töflur
töflur til
landsins
sem inni-
halda efn-
ið efedrín.
Þjálfararnir játuðu brot sín
og fengu sekt. Kristján öm
sagði í samtali við DV að
lyfjalöggjöfin væri allt of
ströng. Fólk væri að bryðja
efedríntöflur úti um allt - í
líkamsræktarsölum og
heima hjá sér. „Hvað held-
urðu að haldi háskóla-
nemunum gangandi?"
spurði hann áður en dóm-
urinn var kveðinn upp.
Heiðarleiki
lítils metinn
Leigubílstjóri einn í
Rúmeníu hefur komist
að því að heiðarleiki er
oft lítils metinn. Adrian
Popa ekur leigubíl í Alba
Lulia og nýlega fann
hann 7.000 pund í pakka
sem ferðamenn höfðu
gleymt í bíl hans. í pakk-
anum vom einnig vega-
bréf fólksins og Adrian
mundi á hvaða hótel
hann hafði ekið þeim. Er
fólkið fékk peningana
aftur í hendur gaf það
Adrian aðeins 20 pund í
fundarlaun. Er leigubfla-
stöð Adrians frétti af
þessu fékk hann önnur
20 pund í heiðarleika-
bónus frá stöðinni. Adri-
an fær um 60 pens fyrir
venjulegan túr.
Kennara-
verkfall eykur
lögguálag
Lögreglumenn höfðu af-
skipú af fjórum 11 ára börn-
um í Sandgerði í fyrrakvöld
en þau vom úti
eftir lögleyfðan
úúvistartíma.
Börnunum var
vísað heim.
Seinna um
kvöldið höfðu
lögreglumenn
afskipti af
tveimur 12 ára
börnum í Garði
og var þeim
einnig vísað heim sem og
fimm ungmennum íVog-
um. Sama kvöld vom höfð
afskipú af tveimur ung-
mennum í Grindavík sem
vom úú eftir lögleyfðan úú-
vistartíma. Ungmennunum
var öllum vísað heim.
Tveir strákar úr Borgarnesi fengu í gær dóm fyrir að koma með 300 grömm af
hassi innvortis á Leifsstöð í desember. Annar drengjanna, Friðjón Guðjónsson,
segir erfitt að þurfa alltaf að leita til höfuðborgarinnar þar sem skuggalegir menn
sjái um dópsöluna. Þeir Ingi Páll Jónsson hafi viljað gera þetta sjálfir.
Draifbýlisdrangip segja sér
mismunað í dópheiminum
Friðjón Guðjónsson og Ingi Páll Jónsson, tveir ungir drengir frá
Borgarnesi, smygluðu um 300 grömmum af hassi innvortis til
landsins í desember. Þeir voru dæmdir í héraðsdómi í gær. Ann-
ar drengjanna, Friðjón Snorri Guðjónsson, segir landsbyggðar-
vandann hafa ýtt þeim út í smyglið. Það sé erfitt að þurfa sífellt
að leita til höfuðborgarinnar. Þeir hafi einfaldlega fengið nóg.
„Við búum í Borgarnesi og þurf-
um alltaf að fara til Reykjavíkur að
ná í kannabisefnin," sagði Friðjón
þegar hann var spurður út í ákæru-
atriðin. „Við ákváðum því að taka
málin í okkar hendur. Skella okkur
til Glasgow og ná sjálfir í efnin."
Erfiður markaður
Friðjón sagði töluvert stóran
hóp í Borgarnesi og nágrenni neyta
kannabisefna. Það sé erfitt hlut-
skipti að þurfa alltaf að leita til
höfuðborgarsvæðisins vegna inn-
kaupa.
„Fyrir nokkrum helgum var ég
til dæmis rændur þar sem ég var að
ná í efni á einhverju bflaplani í
borginni. Svo er slæmt að vera
alltaf í slagtogi við þessa dflera.
Lögreglan fer að fylgjast með
manni og maður lendir sífellt í ein-
hverju veseni. Þetta kemur fólki til
að gera það sem við gerðum."
Og fyrir athæfi sitt hafa Borgar-
nesstrákarnir nú hlotið dóm. Frið-
jón lýsti því hvernig hann komst í
kynni við dfler úti í Glasgow. Sögu-
sviðið er skoskur pöbb í miðborg-
inni.
Dýrt dóp hér heima
„Ég hitti þennan mann inni á
pöbb og hann spurði hvort ég vildi
fá bút. Ég tók nokkra seðla og æd-
aði að rétta honum. Þá hristi hann
bara hausinn og lét mig borga
honum smáklink. Þá sá ég hvað
þetta var ódýrt úti. Hér heima
kostar búturinn allt upp í 3000
kall!"
„Þarna kviknaði því hugmyndin.
Þegar við tókum ákvörðunina um
að smygla efninu heim þóttumst
við vera hættir að reykja. Sögðum
öllum að við kæmum ekki nálægt
þessu og keyptum svo augndropa
áður en við fórum út. En svo gekk
þetta náttúrlega ekki upp.“
Haltir kjúklingar
Sveinn Sigurkarlsson dómari tók
tillit til þess að Borgarnesstrákarnir
voru með hreina sakaskrá og játuðu
„Við ákváðum því að
taka málin í okkar
hendur. Skella okkur
til Glasgow og ná
sjálfir í efnin."
brot sín. Þeir fengu því einn mánuð
hvor en ef þeir halda skilorð í tvö ár
fellur dómurinn niður.
Eftir réttarhöldin voru strákarnir
frá Borgarnesi að vonum sáttir.
Aðspurðir hvort mál þeirra sé enn
eitt dæmið um landsbyggðarmis-
munum sagði Friðjón:
„Tvímælalaust. Það er oft erfitt að
búa úú á landi og við komum bara
eins og haltir kjúklingar út úr þessu
öllu saman."
simon@dv.is
Smygluöu 1,2 kílóum af hassi frá Danmörku og segjast hættir í rugli
Tveir mánuðir fyrir jólabónusinn
„Þaö liggur náttúrlega á að nýr dómari byrji að vinna í Hæstarétti," segir Leó E. Löve
en hann var á meðal umsækjenda um embættið sem Jón Steinar Gunnlaugsson
fékk. „Ég ætla að njóta lífsins. Á meðan lífið heldur áfram verður maður að taka
þátt í því og ná sem mestri gleði og hamingju úr þvl."
heim frá Danmörku beið lögreglan
þeirra. Efnið hafði verið gert upptækt.
Öm Clausen krafðist þess að
drengimir fengju skilorðsbundna refs-
ingu en Sævar Lýðsson, fulltrúi sýslu-
mannsins í Keflavflc, benti á að í nýleg-
um dómi fékk maður sex mánaða
óskilorðsbundinn dóm fyrir smygl á
ivar orn Kolbeinsson og Ingj Berg
Viktorsson við hlið Arnar Clausen
lögfræðings Við hlið þeirra situr lög-
fræðingur þriðja sakborningsins, Erlu
Guðmundsdóttur.
um tveimur kflóum af hassi.
Dómarinn taldi ekki hægt að skil-
orðsbinda dóminn. „Ég mun taka
dóminn út í samfélagsþjónustu,"
sagði ívar skömmu efúr að dómurinn
féll. „Maður reynir bara að láta gott af
sér leiða."
Ivar og Ingi Berg játuðu brot sín
skýlaust fyrir dómnum. Þeir hafi æúað
að smygla efninu til landsins í desem-
ber - sem eins konar „jólabónus".
Öm Clausen, lögfræðingur Inga og
Ivars, sagði Inga hafa ætiað hans hluta
af efninu til eigin neyslu en ívar Öm
viðurkenndi að hafa ætlað hluta síns
skerfs til sölu.
Þeir greiddu um 35.000 danskar
krónur fyrir efnið. §
Erla Guðmundsdóttir var ekki við- ^
stödd réttarhöldin. |
Þegar ívar Öm og Ingi Berg snem <.
Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í
gær fvar Öm Kolbeinsson og Inga Berg
Viktorsson til tveggja mánaða fanga-
vistar vegna smygls á 1,2 kílóum af
hassi frá Danmörku. Erla Guðmunds-
dóttir, sem er búsett í Danmörku, var
burðardýr fyrir þá félaga sem sögðust
fyrir dómi vera „hætúr í ruglinu".
„Auðvitaö sér maður eftir þessu,"
sagði ívar Öm sem starfar nú sem
meðferðarfulltrúi fyrir ungt fólk sem
leiðst hefur út af sporinu. „Ég er hætt-
ur og hef tekið mig á.“
Hvað liggur á?