Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.2004, Síða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.2004, Síða 13
DV Fréttir FIMMTUDACUR 30. SEPTEMBER 2004 13 Metsala á Malti Saurgerlamengað vatn á Eskifirði virðist hafa fært gosdrykkja- framleiðend- um aukna sölu. Ef marka má frétt í Austurglugg- anum jókst sala á gos- drykkjum talsvert meðan vamsmenguninni var kippt í liðinn. Er haft eftir Guð- björgu Kristjánsdóttur, sjoppueiganda á Eskifirði, að Egilsmaltið hafi verið valkostur flestra. Gliðnun í Óshyrnu við Bolungarvík Sigríður Björk Guðjóns- dóttir Sýslumaðurinn á [sa- firði segir mikla óvissu vegna sprungunnarí Óshyrnu. EmilThor hættir Emil Thorarensen, útgerðarstjóri Hrað- frystihúss Eskifjarðar, seinna Eskju, er hættur hjá fyrirtækinu að því er segir í Austurglugganum. Emil, sem unnið hefur hjá fyrirtækinu í rúm 30 ár, vill sem minnst gefa upp um hvað hann taki sér nú fyrir hendur. Emil var eins og margir vita fréttaritari DV til margra ára og er sonur eins goð- sagnakenndasta frétta- ritara íslands, Regínu Thorarensen. Óttast að fjall hrynji og valdi flóðbylgju Almannavarnanefnd ísafjarðar- bæjar hefur óskað upplýsinga um hvort flóðbylgja geti myndast þeg- ar og ef hluti af fjallinu Óshyrnu fyrir ofan Óshlíð, milli ísafjarðar og Bolungarvíkur, hrynur niður. Vaxandi gliðnun er í Óshyrnu. Hefur Veðurstofan mælst til þess að fylgst verði með sprungunni með skipulegum hætti. Nú vill Al- mannavamanefrtd fá úr því skorið hverjar afleiðingar hruns úr fjallinu yrðu, ekki síst ef flóðbylgja færi af stað. ,Aðdragandinn er sá að það kom út skýrsla frá tveimur starfsmönn- um Veðurstofunnar þar sem þeir vara við og benda á að það sé þarna sprunga og það geti hrunið úr fjall- inu,“ segir Sigríður Björk Guðjóns- dóttir, sýslumaður á ísafirði. „Ég get hvorki sagt að við höfum engar áhyggjur né stórar áhyggjur. Við vitum ekkert um þetta og ætlum að láta kanna hverjar afleiðingarnar gætu orðið, enda hvöttu starfsmenn Veðurstofunnar okkur til að fylgjast með þessu,“ segir Sigríður. Bátaþjófur leikur lausum hala í Hafnarfirði. Stór sportbátur hvarf af plani bátasölu um hábjartan dag og hefur ekkert til hans spurst. Eigandinn myndaði rannsóknarhóp. Lögreglan stendur á gati. Óskar Guðmundsson bátasali hefur leitað að bátnum vikum saman. Lögreglan í Hafnarfirði er ráðþrota vegna þjófnaðar á stórum hraðbát frá bátasölunni Bátalandi við Óseyrarbraut í Hafnar- firði. Rannsóknin teygir sig víða en ekkert bólar á bátnum sem er 2,3 milljóna króna virði. Eigandinn og lögreglan hafa rannsakað málið en ekkert miðar þrátt fyrir fjölda vísbendinga. Ekkert hefur spurst til 2,5 tonna hraðbáts sem hvarf að kveldi 18. ágúst. Bátur- inn stóð fyrir utan verslun Bátalands við Óseyrarbraut í Hafnarfirði þegar óprúttnir náungar tóku hann. „Þetta er tilfinnanlegt tjón enda kostar báturinn 2,3 milljónir króna,“ segir Óskar Guðmundsson, eigandi Bátalands, sem undanfamar vikur hefur leitað bátsins ákaft. „Það er eins og báturinn hafi gjörsamlega gufað upp. Ég hef verið í að framleiða og selja báta í 20 ár og hef aldrei lent í öðru eins. Þjófar og ræningjar hafa fram að þessu látið mig í friði," segir hann. Lögreglan hefur verið með málið til rannsóknar langt á annan mánuð en því miðar ekkert enn. „Sjálfir höfum við auglýst eftir bátnum í dagblöðum og svipast um víða á landinu. Við höfum fengið ógrynni af vísbendingum en þó ból- ar ekkert á þjófum eða báti,“ segir Óskar. Báturinn var smíðaður á ítah'u og er af gerðinni Selva F-5,5 með utan- borðsmótor. Báturinn er afar sér- stakur, enda aðeins til tveir af sömu gerð. Óskar flutti bátana inn til að selja á bátasölu sinni, Bátalandi.is. Hann er staðráðinn í að halda áffam leitinni að hraðbátnum sem virðist hafa gufað upp. „Við höfum fylgt öllum vísbend- ingum en án árangur. Ef báturinn er enn á landinu þá mun ég finna hann. Ég er ótryggður fyrir þjófnuð- um og því til mikils að vinna að ná bátnum aftur. Það er þó dálítið „Þjófar og ræningjar hafa fram að þessu látið mig í friði." skondið að ef við hefðum lent í brennuvargi en ekki þjófi þá hefðu tryggingarnar bætt tjónið," segir Óskar. Hann segist þiggja allar vísbend- ingar með þökkum. Síminn hjá Bátalandi er 565 2680. „Ef einhver getur vísað mér á bát- inn þá mun ég launa þann greiða," segir Óskar. • •• vera útskúfaður? „Mín viðbrögð við þessari uppákomu eru helst þau að ég tel þetta óskynsamlega ákvörðun. Hún leysir vandamál en býr til ný og verri. Þannig að þeir sem þessa afstöðu taka eru að mínu mati verr staddir en áður. Ég er búinn að heyra í mínum stuðn- ingsmönnum, fólk byrjaði að hringja í mig í fyrrakvöld og hringingar hafa aukist eftir því sem liðið hefur á daginn. Fólk tekur þessu illa; finnst ákvörðun- in óskynsamleg og ómakleg. Vestfirðingar margir hverjir líta á þetta sem aðför að sér, ekki síður en mér. Fólkið lítur á mig sem sinn fulltrúa og það er þá verið að ráðst á það líka. Það kemur bara í ljós þegar frá líður hvernig staðan er innan Framsóknarflokksins í þessu máli. En þessi fýrstu við- brögð eru mjög sterk. Það er mik- ill og sterkur stuðningur við mig, ég fæ viðbrögð víða af landinu og úr Reykjavík lfka. Samlíking Hjálmars Árna- sonar Mér finnst samlfking Hjálmars ekki heppileg því eins og hann setur þetta upp þá hlýtur það að leiða til þess að við förum sitt í hvora áttina enda notaði hann sjálfur orðalagið „leiðir skiljast". En svo er ekki, leiðir eru ekki að skiljast. Ég verð áfram í þing- flokknum og æda mér að vera áfram í honum. Ég býst við því að þeir sem stóðu að þessari ákvörð- un hljóti að vera í nokkrum vanda með sjálfa sig. Hvernig ætla þeir að standa að samstarfi við mig inni í þingflokknum eftir þessar yfirlýsingar? En það er ekki mitt vandamál, ég hef engar yfirlýs- ingar gefið um samstarf við þá. Fundurinn í fyrrakvöld Þegar ég var kominn inn á fundinn í fyrrakvöld vissi ég hvað til stóð. Þetta kom mér verulega á óvart. Verulega. Ég tel ekki nein efni standa til þess og sé ekki að þessi ákvörðun leiði til neinnar niðurstöðu, heldur leiði aðeins til frekari vandræða og minni tiltrúar á að flokkurinn standi fyrir lýð- ræðisleg gildi í starfi sínu. Og það veikir flokkinn út á við.“ Hvert er Framsóknarflokk- urinn að fara? „Ég held að hann sé fyrst og fremst að ganga í átt til skilyrðis- lausrar hlýðni við forystu flokks- ins. Hann er eiginlega að ganga í öfuga átt við það sem stórnmála- flokkar eiga að starfa við. Stjórn- málaflokkur getur ekki þróast í einhverja hirð sem lýtur einum vilja. Þetta er afleit þróun sem veikir flokkinn. Óánægja okkar stuðningsmanna hefur komið fram í nokkrum málum á síðasta ári eða svo. Flokkurinn hefur ver- ið að taka ákvarðanir sem ganga í berhögg við vilja stuðnings- manna flokksins að meirihluta til. Það voru mál eins og íraksmálið, fjölmiðlamáliö og tilætíanir um að skerða atvinnuleysisbætur um þrjá daga, sem mættu mjög harðri andstöðu innan flokksins. Framkoma forystunnar Þessi mál enduðu þannig að flokksforystcm varð að beygja sig. Það er áhyggjuefni að flokksfor- ystan sé í vaxandi mæli að taka ákvarðanir í andstöðu við eigin fýlgismenn. Og menn verða að hafa miklar áhyggjur af þeirri þróun og meiri áhyggjur en af minni stöðu í flokknum. Flokkur- inn er til dæmis að koma fram við mjög hæfar konur á annan hátt en lög flokksins mæla fýrir um hvað varðar ráðherraval. Það leiddi til mikillar óánægju. Helga Jónsdóttir, sem er mjög hæfur einstaklingur, var ekki ráðin sem ráðuneytisstjóri hjá framsóknar- ráðherra. Þetta er algjörlega óskiljanlegt og maður spyr hvers hún eigi að gjalda og nú er Eiríkur Tómasson sniðgenginn í Hæsta- rétt í annað sinn. Ætíar flokkur- inn að líða Sjálfstæðisflokknum slíkt ofbeldi?" ...Gunnarsson var i fyrrakvold gerðurutlæg ingnefndum fyrir hönd Framsoknarfiokksins a idi binqi. Hjálmar Árnason, formaður þing- ins, segir að svo sé komið í samskiptum Kristins .!_(utkrínc aá tri'maður sé brostinn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.