Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.2004, Síða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.2004, Síða 18
18 FIMMTUDAGUR 30. SEPTEMBER 2004 Sport DV Þeim fer fjölgandi sem hafa áhyggjur af dvínandi vinsældum handboltans í land- inu. Jóhannes Bjarnason, þjálfari handboltaliös KA, er einn þeirra. Telur Jóhannes breytinga þörf hið fyrsta áöur en illa fari. Snúa þurfi vörn í sókn, meðal annars með því að henda núverandi riðlafyrirkomulagi fyrir róða. „Ég vil fá aftur deildar- keppni eins og hún var áður. Fyrsta deild, önn■ ur deild og svo hugsan- lega utandeild á lands- byggðinni." „Áhugi almennings á handbolta fer minnkandi ár frá ári og er brýn þörf á að taka á því máli hið allra fyrsta," segir Jóhannes Bjarnason, þjálfari handboltaliðs KA á Akureyri. Hann hefur sterkar skoðanir á stöðu íslenska handboltans og hefur miklar áhyggjur af þeim minnkandi áhuga sem hann segir áberandi í handknattleik í dag. Þvert á það sem er að gerast hjá öðrum Evrópuþjóðum hefur áhugi landands á handbolta farið hratt niður á við. Segir Jóhannes ástæður þessa margar. Fyrst og fremst sé um að ræða það skipulag sem sé á ís- landsmótinu í dag. Tvær ástæður „Ástæðurnar eru að mínu viti sér- staklega tvær. Fyrst er að nefna það gríðarlega framboð sem er af öðru íþróttaefni í fjölmiðlum. Ekki líður dagur án þess að í sjónvarpi séu leik- ir og þættir um knattspyrnu. Henni er gert afar hátt undir höfði, meðal annars á kostnað handboltans. Það þýðir hka að þeim fækkar sem koma á leiki í handboltanum. Fyrir nokkrum árum mátti búast við allt að 15 þúsund manns horfðu á stóra leiki KA liðsins hér fyrir norðan. Nú þykir tíðindum sæta ef þúsund áhorfendur sýna áhuga. Það er gríð- arleg breyting sem hefur mildl áhrif á fjárhagsstöðu allra hða sem ekki var þó beysin fyrir." Hina megin ástæðuna segir Jó- hannes vera það fyrirkomulag sem notað er í handboltanum í dag. „Þessi riðlakeppni er einfaldlega ekki að gera sig. Með því á ég við að minni spenna er fyrir leiki þar sem hver og einn leikur skiptir minna máh heldur en áður var þegar ein- föld deildarkeppni var staðreynd. Nú er suður- og norðurriðill og ut- andeild. Nýliðun er nánast útilokuð Það sér hver maður að nýliðun í greininni er nánast útilolcuð. Detti einhverjum í hug að koma á fót liði í dag getur fyrsti leikur hðsins orðið á móti HauJotm að ÁsvöUum eða móti FH í Kaplakrika. Það gengur aldrei. Ég vU fá aftur deUdarkeppni eins og hún var áður. Fyrsta deUd, önnur deild og svo hugsanlega utandeUd á landsbyggðinni. Þannig fyrirkomu- lag gæfi nýliðum tækifæri á að vinna sig upp hægt og bítandi og hver veit nema slík nýliðun sé það sem hand- boltinn þarf á að halda." Jóhannes viU ekki meina að ábyrgðin á dvínandi vinsældum handboltans hggi eingöngu hjá Handknattleikssambandi íslands. Taka þarf höndum saman „Þar vinna fáar hendur mörg góð verk og verið getur að þeir séu of önnum kafnir. En ekki má gleyma því að HSÍ er ekkert annað en félög- in sjálf og það hefur ekkert upp á sig að beina fingri að einstökum aðU- um. Staðreyndin er að handbolti á undir högg að sækja og nauðsynlegt er að snúa vörn í sókn með einhverj- um hætti. Mínar hugmyndir lúta að breytingum á fyrirkomulaginu sem ég viU meina að hafi neikvæð áhrif þótt verið geti að öðrum finnist eitt- hvað aUt annað. Það verður aUa vega að koma á umræðu um málið áður en í óefni er komið. Fjölmiðlaum- fjöUun er annar handleggur. Það er tU dæmis eitthvað athugavert við að vináttuleikur fslands við Ítalíu hafi fengið gróflega sama tíma í fjölmiðl- um og hálft tímabihð í íslenskum handbolta. Með fullri virðingu fyrir fótboltanum þá verða handbolta- áhugamenn að rísa upp á afturfæt- uma og klóra í bakkann." Hissa á uppsögn landsliðs- þjálfarans Afsögn Guðmundar Guðmunds- sonar sem landsliðsþjálfara í hand- bolta kom Jóhannesi í opna skjöldu. „Ég verð að viðurkenna að það kom mér á óvart. Guðmundur er án efa einn af okkar bestu þjálfurum og atvinnumaður fram í fingurgóma. Þrátt fýrir að gengið undan farið hafi ekki verið eins og best varð á kosið hefur íslenskra liðið þó tekið þátt í flestum stórkeppnum sem fram hafa farið. Það er meira en til dæmis Norðmenn sem þó eiga fullt af góð- um leikmönnum. Þeir komast ekki einu sinni á þessi mót sem við höf- um tekið þátt í.“ albermdv.is FH-ingar mæta þýska liðinu Alemania Aachen í Evrópukeppninni í Þýskalandi í dag: Möguleikarnir á að komast áfram eru mjög litlir Nýliðið keppnistímabilið hér á landi var það besta í sögu Fimleika- félags Hafnarfjarðar. Sá stóri kom í hús, liðið komst í undanúrslit bikars og síðast en ekki síst sló FH út velska liðið Haverfordwest og skoska liðið Dunfermline, í forkeppni Evrópu- keppni félagsliða og náði þar með einum besta árangri íslensks félags- liðs í Evrópukeppni, frá upphafi. DV-Sport sló á þráðinn til Heimis Guðjónssonar í Þýskalandi og að að venju var hljóðið gott í kallinum. „Það er flott veður hérna, tuttugu stiga hiti og aðstæður allar hinar bestu," segir Kafteinninn og segir aðspurður að stemmningin í hópn- um sé ffn. „Þetta er nánast örugglega síðasti leikur okkar á þessu keppnistíma- bili. Þó maður útiloka aldrei neitt verður að segjast eins og er að möguleikarnir á að komast áfram eru mjög litlir. Það mun þó ekki koma í veg fyrir að við mætum til leiks af fullum krafti enda er mark- miðið að ljúka þessu tímabili á eins jákvæðum nótum og mögulegt er." Heimir segir leikskipulagið koma til með að breytast. „Við verðum vamarsinnaðri, sjá- um hvað setur en stefnan er aö halda hreinu," segir Heimir sem er ekki búinn að ákveða hvort hann ætli að leggja skóna á hilluna eftir leildnn. „Ég er ekki búinn að ákveða mig. Nú kemur frí eftir langt og strangt og gott tímabil og manni veitir ekkert af því. Síðan verður ákvörðun tekin fljótíega í framhaldinu," sagði Heimir Guðjónsson. sms&dv.is Grani ekki 1 Þýskalands Jónas Grani Garðarsson, frai herji FH, fór ekki með liðinu tíl Þýskalands í seinni leikinn við Aachen, vegna botnlangakasts. „Ég var mjög slappur nóttina áðuren farið yarútogeft-^ , ■ að ég .. færi f upp- SkUlð °g «£. í slepptí ferð- inni," sagði Jónasí samtali við dSftr* - DV. Grani " taldi líklegt að hann kæmi til æfinga eftir 21 3 vikur. Litli bróðir Rooney líka hjá United Wayne Rooney þarf ekki að hafa áhyggjur af einsemd hjá Manchester United því litli bróðir hans, John Rooney, gerði nýlega skólasamning við liðið. Forráöa- menn United-liðsins binda miklar vonir við John, sem er aðeins 13 ára gamall. „John er frábær leik- maður og það sést langar leiðir að knattspymublóð rennur í æðum hans," sagði talsmaður United- liðsins og bætti viö að fólk ætti ekki að láta sér koma á óvart þó að bræðurnir léku saman fyrir Manchester í úrslitum Evrópu- keppninnar. Ungur Bllki til Englands Gylfi Þór Sigurðsson, leikmað- ur úr 3. flokki Breiðabliks, var til reynslu í síðustu viku hjá breska liðinu Preston North End. Gylfi spilaði tvo leiJki meö liðinu og stóð sig prýðilega í báðum leikj- um. Hann skoraði eitt mark í 3-1 sigri á Port Vale. Hinn leikurinn var gegn Tranmere. Skoraði Gylfi sömuleiðis eitt mark í þeim leík sem lyktaði með jafntefli, 4-4. Gylfi þykir mikið efni. Hann hefur æft með bæði U-15 ára landslið- inu og 16-18 ára landsliðlnu. Bretar hrífast greinilega að Gylfa sem mun einnig vera til reynslu hjá 1. deildar líði Reading í byrjun næsta mánaðar. Bayern til Kína Þýska knattspymuliöiö Bayem Munchen hyggst halda tíl Kína í vetur til að leika gegn Shangliai og Beijing. Að sögn Uli Hoeness, framkvæmdastjóra Bayern, áttu leikimir upphaflega að fara fram á síðasta ári en þcim var ffestað vegna HABL-vírusins, sem þá herjaði á Kína og kostaði um 800 manns lífið. „Við erum einnig að leíta að kínverskum leikmanni," sagði Hoeness. „Við sendum full- trúa á Asian Cup fyrr á þessu ári sem fylgdust grannt með gangi mála."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.