Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.2004, Qupperneq 20

Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.2004, Qupperneq 20
20 FIMMTUDAGUR 30. SEPTEMBER 2004 Sport DV Kobe kjaftaskur Kobe Bryant sagði til Shaq- uilles O'Neal, fyrrum félaga síns hjá Los Angeles Lakers, þegar lög- regla yfirheyrði hann varðandi nauðgunarmálið á síðasta ári. „Bryant sagði okkur hvað einn samherja hans gerði undir sömu kringumstæð- um," sagði Doug %. Winters, ■ rannsókn- ir ) ) i arfulltrúi f pi < 1 hjálögregl- *1 \ unni í Den- ver. „Hann fullyrti að V j Shaquille / O'Neal I hafi borgað konum allt að eina milljón doliara fyrir að þegja yfir kynlífsathöfhum þeirra. Bryant sagði enn fremur að hann kæmi vel fram við konur og þyrfti þ.a.l. ekki að hafa áhyggjur." Perry Rogers, umboðsmaður ShaquiUes O'Neai, sagði ummæU Bryants fá- ránleg. „Svona bregst örvænting- arfuU manneskja við sem er búin að mála sig út í hom. Þetta er varla svara vert," sagði Rogers og bætti við að umbjóðandi sinn væri búinn að vera giftur f tæp tvö ár og hefði aldrei komist í kast við lögin hvað kynferðisáreitni varða. Taricco í bann Mauricio Taricco, varnarmaö- ur Tottenham, hlaut þriggja leikja bann fyrir gróft brot á Damian Duff í leik gegn Chelsea. Leikur- inn fór fram í apríl á síðasta tíma- bih en ekki var dæmt í málinu fyrr en í fyrradag. Tarrico missir af leikjum Tottenham gegn Everton, Portsmouth og Bolton. Valsmenn til Sviss Valsmenn mæta svissneska liðinu Grasshoppers í annarri umferð EHF keppninnar í hand- knattleik. Stjóm Valsmanna brá á það ráð að selja heimaleikinn og verða því báðir leikimir háðir f Sviss. Fyrri leikur Uðanna fer fram föstudaginn 8. október og seinni leikurinn strax daginn eftir. Grasshoppers er f annarri deUd f Sviss og eru Valsmenn taldir sigurstranglegri. Youri tíl Blackburn Mark Hughes hófst strax handa í nýju starfi sínu sem knattspyrnustjóri hjá Blackbum. Hughes nældi sér í Youri Djorka- eff sem hefur æft með Fulham upp á síðkastið. Hann segir komu hins franska Djorkaeffs vera mik- Uvæga fyrir Blackbum. „Hann er leikmaðurinn sem við þurfum," sagði Hughes. Djorkaeff sagði að nokkur félög hafi sett sig í sam- band við sig en hugmyndir Hug- hes um það hvemig nýta mætti leikmanninn, hafi orðið til þess að Blackburn varð fyrir valinu. Hann segist hafa heilmikið fram að færa fyrir félagið. T * „Ég hef saknað þess að leika á Englandi. Þrátt fyrir að ég sé að nálgast lokin á mínum ferli, er ég fuUur sjálfstrausts Ea og tel mig muna styrkja lið Black- bum,“ sagði Ðjorka- eff, eftir að gengið var frá samningnum. Rooney vor Stuðningsmenn Man. Utd voru búnir að bíða óþreyjufullir eftir fyrsta leik undrabarnsins Waynes Rooney með Man. Utd. Roon- ey meiddist á EM í sumar og hafði ekkert leikið í þrjá mánuði er hann gekk út á Old Trafford á þriðjudag er United tók á móti Fenerbahce í Meistara- deildinni. Sökum meiðslanna voru væntingar í garð Rooneys ekki miklar. Þó var ekki að sjá að hann væri að spila sinn fyrsta leik eftir löng meiðsli því strákurinn fór hreint út sagt á kostum og skoraði þrjú mörk í öllum regnbogans litum. Það má með sanni segja að aUra augu hafi verið á Rooney. Hann hefur mUdð verið í sviðsljósinu síðustu vikur vegna framhjáhalds með vændiskonum. Því var að sjálf- sögðu mikU pressa á honum þar sem hann kostaði félagið 27 mUljónir punda og er honum ætlað að hleypa nýju lífi í leik Uðsins. Þessi 18 ára gutti sýndi mikla stUlingu og stóðst undir öUum væntingum. Það var engu líkara en að hann væri að leika sér með félögum sínum því ekki sást á honum stress og hann gerði hinar ýmsu hundakúnstir sem fengu áhorfendur á Old Trafford tU þess að taka andköf. Leikurinn sjálfur var ein flugeldasýning og endaði með 6-2 sigri United og leikur liðsins minnti um margt á leik liðsins 1999 er United vann þrefalt. Síðan þá hefur botninn aðeins dottið úr spUi Uðsins en stuðningsmenn United sjá fram á bjartari tíð með einhverja efni- legustu knattspyrnumenn heimsins, Wayne Rooney og Cristiano Ronaldo, fremsta í flokki. Ótrúlegur Wayne Rooney gaf ekki kost á viðtafi eftir leikinn en fjölmargir sáu ástæðu tíl að hrósa drengnum í hástert í leikslok og bresku blöðin fóru lofsamlegum orðum um strákinn í umfjöllun sinni í gær. „Hann var ótrúlegur," sagði Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd. „Það sjá aUir hæfileikana sem strákurinn hefur. Ég man ekki eftir að hafa séð aðra eins frumsýningu hjá nokkrum leikmanni. Þessi ffammistaða í dag er nákvæmlega ástæðan fyrir því að við keyptum hann tU félagsins. Hann á bara eftir að verða betri." HoUenski markahrókurinn Ruud Van Nistelrooy var aldrei þessu vant í aukahlutverki í MeistaradeUdinni hjá United, en hann átti eina stoðsendingu á Rooney og táningurinn hafði greinUega mikU áhrif á Nistelrooy því hann sást gefa boltann á Rooney í fínu færi þegar hann hefði annars aUtaf skotið á markið. „Þetta var stórkostlegt. Strák- urinn er 18 ára og á svo sannariega bjarta framtíð fyrir sér," sagði Nistelrooy sem hefur sett nokkur markamet fyrir United en hann hefur fuUa trú á því að Rooney muni slá þessi markamet hans. Slær öll mín met „Ef hann heldur svona áfram mun hann slá öU mín met. Ég óska honum aUs hins besta og vona svo sannarlega að hann eigi eftir að slá öU met sem tU eru hjá félaginu. Það fögnuðu honum aUir í klefanum eftir leUdnn. Hann sýndi lfica mikinn karakter því það er með ólfldndum að svona ungur maður geti staðið sig þetta vel." Eins og áður segir þá minnti þessi ffammistaða á takta liðsins árið 1999. Það veit stjórinn manna best og hann hefur fulla trú á því að Uðið sem hann hefur undir höndum í dag geti gert álíka góða hluti og liðið 1999. „Þetta er hugsanlega besti leik- mannahópur sem ég hef haft síðan ég kom tíl félagsins," sagði Ferguson. „Ástæðan er sú að við eigum svo mikið að góðum ungum leikmönnum sem ■ eiga aðeins eftir að verða betri. Ég get gert stórfið úr þessum strákum á nokkrum árum." Dýr þrenna Þrátt fyrir að stuð- ningsmenn United hafi glaðst í gær þá var lítU gleði hjá breskum veðbönkum, en þeir eru taldir hafa tapað um einni rnUljón punda á þrennunni hans Rooneys. Veðbankar gáfu tuttugu á móti einum að Rooney myndi skora þrennu í sínum fyrsta leik með United. Það voru nokkur þúsund manns sem settu pening hjá Coral veðbankanum á það að Rooney myndi skora þrennu og þeir mokgræddu er aukaspyrna Rooney sigldi í netið. Talsmaður fyrirtækisins var ekki kátur er blaðamenn ræddu við hann í gær. „Þegar Rooney skoraði þriðja markið þá slökktum við ljósin tíl að spara rafmagn. Ekki veitir af því við stórtöpuðum á þessari þrennu. Fólk mun mæta hingað með hjólbörur tU þess að sækja peningana sína." henry@dv.is „Þegar Rooney skoraði þriðja markið þá slökktum við Ijósin til að spara rafmagn. Ekki veitir afþví við stórtöpuðum á þessari þrennu. Fólk mun mæta hingað með hjólbörur til þess að sækja peningana sína Horfið þið á þvl ég ætla að kenna ykkur hvernig á að gera þetta strákar Gary Neville, Ryan Giggs og Gabriet Heinze fylgjast með afaödáun þegar Wayne Rooneyskorarþriðja mark sitt gegn Fenebahce beint úr aukaspyrnu. Mörkin þrjú voru engin pot heldur gullfaleg og I öllum regnbogans litum. Reuters

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.