Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.2004, Page 11

Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.2004, Page 11
DV Fréttír FÖSTUDAGUR 22. OKTÓBER 2004 11 Þrífa eftir sandfok Eyjabúar hófu í gær hreinsunarstarf eftir mikið sandfok sem verið hefur í Vestmannaeyjum síðustu daga. Bæði hús og bflar eru þakin sandi. íbúarnir hafa brugðist við þessu með því að spúla hús sín með vatni eftir að það lygndi. Slökkvi- liðið hefur síðustu daga keyrt á milli stofnana bæj- arins og þvegið hús þeirra. Mikið tjón var vegna veður- hamsins en lögreglan fékk tilkynningar um 27 tjón á húsum og bifreiðum vegna hans. Þjóðvegur 1 opinn á ný Búið er að gera við brúna yfir Núpsvötn til bráðabirgða og er Þjóð- vegur 1 á milli Skeiðarár og Lómagnúps því opinn á ný. Umferð var hleypt á brúna í gær en öku- menn eru beðnir um að fara varlega. Nokkra daga í viðbót þarf til að gera við brúargólfið að fullu en hluti þess rifnaði upp í óveðrinu sem geysaði hérlendis fyrr í vikunni. Flutningabflar biðu beggja megin brú- cuinnar í fýrrinótt eftir því að viðgerð lyki. Hitaveita fyrirjól Ráðgert er að tengja 50 hús við nýja hitaveitu Eski- fjarðar fyrir 15. desember næstkomandi. Vinna við lagningu hitaveitunnar er komin á fullt en það er fyr- irtækið GV-Gröfur á Akur- eyri sem vinnur verkið. Fyrsti áfangi hitaveitunnar nær frá borholunni í Eski- fjarðardal út Dalbraut og Strandgötu. Hitaveita er óalgeng á Austfjörðum. Svifaseinir hestamenn Hestmannafélagið Dreyri situr eftir með sárt ennið eftir styrkjaúthlutun tómstunda- og forvarnar- nefiidar Akraness. Á síðasta fundi nefndarinnar var gerð grein fyrir óánægju fé- lagsmanna í Dreyra með það að hafa ekki fengið styrk við síðustu úthlutun. Nefndarmenn segjast harma að félagið hafi ekki sótt um styrk. Styrkveiting- ar hafa bara verið fyrir þá sem skiluðu inn umsókn- um. Færum hringveginn Undanfarið hefur farið frarn nokkuð sérstök umræða hér austan- lands vegna hugsanlegrar færslu hringvegarins. í kjölfar opnunnar jarðganga milli Fáskrúðsfjarðar og Reyðarfjarðar næstkomandi haust gefst samgönguráðherra einstakt Sigríður Rósa Kristinsdótlir vill hringveginn um jarðgöng í stað fjallvegar Skrifstofukonan segir tækifæri til að stytta þann kafla á þjöðvegi 1 sem nú er ekki bundinn sÚflagi og um leið fosa þjóðveg 1 við erfiðan fjallveg um Breiðdalsheiði, sem oftar en ekki er ófær á vetrum. Með tflkomu ganganna mun leiðin mflli Fáskrúðsfjaröar og Reyð- arfjarðar styttast um eina 30 kfló- metra, auk þess sem Vattamesskrið- um, einum hættulegasta vegarkafla hér eystra, sleppir. Þjóðvegur 1 myndi, ef af yrði, lengjast um eina 10 kflómetra ef leiðin um firðina yrði valin en um leið hefði allur kaflinn bundið slitlag og háir fjallvegir myndu ekld lengur verða farartálmi á veginum. Þjóðvegur 1 um firðina yrði með öðrum orðum heflsársveg- ur en ekki sumar og „snjóléttsvetrar- vegur" eins og nú er. Málið er þó síður en svo einfalt enda blandast inn í umræðuna landsþekktur rígur Fjarðamanna og Héraðsbúa sem allt of lengi hefur staðið framþróun hér eystra fyrir þrifúm. Sveitarstjómarmenn og al- þingismenn verða að ldjúfa þennan ríg og skoða málið út frá bættu um- ferðaröryggi sem næst einmitt ffam með breyttri legu þjóðvegar 1. Brett- ið nú upp ermar, gott fólk. Rannsókn á húsbroti þriggja manna úr vélhjólaklúbbnum Fáfni heldur áfram. Ná- grannar Fáfnismanna segja stööuga umferð og hávær teiti einkenna bækistöð þeirra við Efstasund. í íbúðahverfi Fáfnismennimir þrír sem réðust inn á ritstjórnarskrifstofu DV í fyrradag mættu í yfírheyrslur hjá lögreglunni í gær. Þeir vildu lít- ið tjá sig um ástæður þess að þeir gengu berserksgang; báru við óánægju með að fjallað væri um meinta glæpi þeirra í DV. Jón Trausti Lúthersson, for- sprakki hópsins, hefur áður komist í kast við lögin. í desember lenti hann í átökum við lögreglumenn á Leifsstöð með þeim afleiðingum að einn lögreglumannanna meiddist alvarlega. Sá lögreglumaður hefur ekki enn lagt inn kæru á hendur Jóni Trausta sem var á Leifsstöð í fylgd félaga sinna úr Hells Angels. Mótorhjólaklúbburinn Fáfnir hefur formlega sótt um inngöngu í Hells Angels. Jón Trausú Lúthersson er á fyrstu stígum þess að verða full- gfldur meðlimur. DV gerði sér ferð að bækistöð Fáfhismanna í Efstasundi í Reykjavík í gær. Jón Trausti var ekki á staðnum en félagar hans tveir komu tfl dyra. Þeir vildu ekkert tjá sig um atburði gærdagsins. Þeir báðu blaðamann að hafa samband við Jón Trausta sem að þeirra sögn er forsprakki hópsins. Bækistöð Fáfnis Nágrannar kvarta undan óþægindum. Nágrannar Fáfnismanna í Efsta- sundi segja mikfl lætí í kringum Fáfhismenn. Stöðuga umferð og há- vær teití. Lögreglan heldur áffarn rann- sókninni á innrás Fáfhismanna á rit- stjóm DV. Vitni vom kölluð til yfir- heyrslu í morgun og er málið litíð al- varlegum augum. Fáfnismenn eiga yfir höfði sér ákæm fyrir húsbrot, lflc- amsárás, eignarspjöll ogh'flátshótun. Jón Trausti Lúthersson Fáfnismaður Á ieið íyfirheyrslu hjá lögreglunni vegna kæru um árás og húsbrot. Þeir reyndu einnig að keyra blaða- mann niður sem hafði hlaupið á eft- ir þeim tfl að ná númerinu á flóttabfl þeirra. Jón Trausti Lúthersson sagði í samtali við DV: „No comment." Spurður hvort þeir myndu brjótast inn aftur sagði hann: „No comment." Og spurður að því hvort hann sæi eftir þessu endurtók Vítis- engill íslands: „No comment." Greint var frá því í DV í gær að lögreglumaður, sem Jón Traustí nefbraut í Leifsstöð, hefði ekki þorað að kæra vegna hótana hans. Lög- reglumaðurinn hefur ekki gefið sig fram. simon@dv.is Lögreglan í Keflavík handtók hóp fólks vegna innbrota í bænum Sex manna innbrota- gengi handsamað Lögreglan í Keflavík handtók í byrjun vik- unnar fimm menn og eina konu á aldrinum 16 tfl 41 árs vegna innbrota og þjófnaða umdæmi Keflavíkurlög- reglu að undanfomu. Málið, sem snýst um innbrot í Fjöl- brautarskóla Suðumesja og geymslur fjölbýlishúsa í bænum, er talið upplýst en flestir hinna handteloiu em að sögn góðkunningjar lögreglunnar. Fólkið var handtek- ið síðastliðinn mánudag eftír að lögregla komst á snoðir um tengsl þess við innbrotin. Hald var lagt á þýfi á heimflum hinna handteknu en þar á meðal vom níu F/kniefnagjaldmiðill Skjávarpi og fartölvur voru meðal þýfis sem lögreglan lagði hald á itengslum við handtöku sex manns ÍKefla- vlk s/ðastliðinn mánudag. Sllk tæki eru vinsæl söluvara á svört- um markaði og þá sem gjaldmið- ill við kaup á fíkniefnum. nýlegar fartölvur, skjávarpi og flatir tölvuskjáir auk þess sem haglaskot og bflgræjur, sem fullvíst þykir að tengist innbrotum í geymslur fjölbýlishúsa, fundust við húsleitir. Lfldegt þykir að inn- brotin tengist á einn eða annan hátt fjármögnun fíkniefriakaupa en þýfið sem fannst gengur jafnan kaupum og sölum á svört- um markaði í skiptum fyrir fíkniefhi. Að sögn lögreglunnar í Kefla- vík telst málið upplýst og því ekki langt að bíða að ákærur verði gefriar út á suma eða allaíhópnum. helgi@dv.is Fyrirsætur með útþrá Eskimó módel til Indlands „Nú er eitthvað að gerast," segir Andrea Brabin hjá Eskimó módel um útrás fýrirtækisins. „Við emm á leið til Indlands." Eskimó módel hefur þegar stofn- að útíbú í Síberíu, er með starfsstöð í Brasilíu og lítur með von og eftir- væntingu tfl Tékklands. „Ég er búin að fara þrisvar til Ind- lands til að undurbúa þetta og býst við að hægt verði að opna alíslenska fyrirsætustofu í Indlandi í febrúar," segir Ásta Kfistjánsdóttir, einn eig- enda Eskimó módels ásamt Andreu, Saga Film og Bjarneyju Lúðvíksdótt- ur. „Þama er ört vaxandi markaður sem er að opnast upp á gátt og við sjáum ekkert nema möguleika," segirÁsta. Eskimó módel hefur verið starf- rækt í Reykjavflc um árabfl en lítfll markaður og fámenni hefur staðið fyrirsæmstofunni fyrir þrifum. Með útrás á erlenda markaði sjá eigendur fyrir sér vöxt sem byggir á reynslu og kunnátm sem þegar hefúr byggst upp hér heima. „Við gerum ekki ráð fyrir að verða með íslenska fyrirsætur í Indlandi til Ásta Kristjánsdóttir Vaxandi markaðurí Indlandi sem er að opnast. Andrea Brabin Nú er eitthvað að gerast. að byrja með. Stfla sem mest upp á heimamarkað þama úti og notast þá við indverskar fyrirsætur," segirÁsta Kristjánsdóttir. Og undir orð hennar tekur Andrea Brabin: „Okkur hefur gengið vel í Brasilíu og búumst við miklu í Indlandi þó ég hafi ekki komist þangað út sjálf þar sem ég hef verið í bameignarleyfi."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.