Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.2004, Síða 21
DV Menning
FÖSTUDAGUR 22. OKTÓBER 2004 21
M
Wte
meanmg
Umsjón: Páll Baldvin Baldvinsson pbb@dv.is
Hugvísindaþing
haldið
Hugsað upp-
hátt í
Háskólanum
Idag klukkan 13 verður efnt til stefnu i
nafni guöfræði- og heimspekideildar Há-
skóla Islands undiryfirskriftinni Hugvís-
indaþing 2004. Verðurþingað íaðal-
byggingu Háskóla Islands við Suðurgötu.
A þinginu beina um sextíu fræðimenn I
bókmenntafræði, guð-
fræði, heimspeki, mál-
vísindum, sagnfræði
sjónum að íslenskri •
og erlendri menn-
ingu ínútíðog for-
tlð.
Þingið verður sett í Hátíð-
arsalnum í aðalbyggingunnl
klukkan 13 af Páli Skúlasyni rektor
og stendur til kl17á laugardag.
Það eru allir velkomnir og aðgang-
ur er ókeypis. Þingið er styrkt afMáli
og menningu, JPV útgáfu og Hinu is-
lenska bókmenntafélagi. Þingiðer
flokkaö i nokkrar deildir eftir efnum og
fer þvífram í nokkrum afstærri stofum í
gömlu aðalbyggingarinnar. Þvi erætlað
aðgefa glögga yfírsýn yfir nokkur þau
efnisem eru til rannsóknar! deildum
hugvísinda og guðfræði og gefst al-
menningi þvi einstakt tækifæri til að
kynna sér störfíslenskra hugvísinda-
Adagskrá
Hér kennirýmissa grasa. Fyrri hluta
föstudags verður rætt um listir og trú,
trúarleg minni í Sjödægru Jóhannesar úr
Kötlum, sálma sem kirkjulist, mikilvægi
sjónarí trúarreynslu og játningum, og
þörfina fyrir hið heilaga.
Á sama tima verður málstofa um
Jónsbók, hina fornu lögbók íslendinga.
önnur málstofa tekur fyrir sjálfsvitund
og ættarvitund Vestur-lslendinga og í
hinni þriðju er brennidepillinn sambýli
þýskrar og íslenskrar tungu.
Eftir kaffi
Að loknu eftirmiðdagshléi verður tek-
inn fyrir heiðinn skáldskapur eða kristinn
með Sonartorrek Egils sem stökkbretti.
I annarri málstofu skoöa menn hvern-
ig bankar hafa breytt samfélagsþróun
hér á landi á liðnu árhundraði og ihinni
þriðju eru óllk tungumál skoðuð: tákn-
mál, hvernig íslenska læristsem annað
mál og hvernig reglur i tungumálum
verða bestkenndar.
Laugardagsskemmtun
Þingiö heldur áfram kt.11 á iaugar-
dag. Kristni og kvennahreyfing verða
reifaðari fjórum fyrirlestrum, riddara-
bókmenntir ræddar og landnámið og
kristnin skoðuö.
Þá verður þýski heimspekingurinn
Kant skoðaður í samtlðarspegli, átök f
frumkristni tekin fyrir í fimm fýrirlestrum,
fslenskt mál að fornu og nýju rætt f
langri málstofu. Lýðræði krufiö með sér-
stöku tilliti til umræðu í nýútkomnu hefti
Ritsins sem er timarit Hug-
visndastofn-
unar. Bók-
Frumsýning á sígildri sögu H.C. Andersen
Litla stúlkan með eldspýturnar
Söngleikurinn Litla stúlkan með eldspýt-
urnar eftir Keith Strachan, Leslie Stewart og
Jeremy Paul verður frumsýndur í Islensku
óperunni á morgun kl. 14.00. Sönglelkurinn
er byggður á sögu H. C Andersen sem flest-
umerkunn.
Lítil stúlka er sendútá vetrarkvöldi til að
selja eldspýtur. Hún fær að kenna á grimmd
og andúð en gleymir sér þó annað slagið
við dagdrauma. Hún er móðurlaus og á
föður sem vill ekkert með hana hafa. Hún
þráir að látin amma hennar komi til hennar
um jólin. Tónlistin i verkinu er falleg og
grlpand! og nær til allra.
Sýningin er samstarfsverkefni Flóðs og
fjöru, söngskólans Domus Vox, Islensku óp-
erunnar og H.C Andersen sjóðsins í tilefni
þessaðá næsta ári eru 200 ár liðin frá fæð-
inguskáldsins. Um fimmtlu sviðslistamenn
koma að verkinu og þar afþrjátiu á aldrin-
um átta ára til tvitugs.
Með hlutverk litlu stúlkunnar fer Þórunn
Arna Kristjánsdóttir, en önnur hlutverk eru i
höndum Ivars Arnar Sverrissonar, Vals
Freys Einarssonar, Birnu Hafstein, Ólafiu
Hrannar Jónsdóttur, Cuðlaugar Elísabetar
Ólafsdóttur og Ingrid Jónsdóttur.
Leikstjóri erAstrós Ounnarsdóttir,
dramatúrg Hafliði Arngrimsson, söngstjóri
er Margrét Pálmadóttir og tónlistarstjórn
er i höndum Stefáns S. Stefánssonar en
verkið þýddi Cisli Rúnar Jónsson. Elin Edda
Arnadóttir sér um búninga og leikmuni.
Sýningar verða á laugardögum og
sunnudögum í Islensku óperunni og eru fyr-
ir alla aldurshópa.
Helstu leikendur Þórunn Anna, Ivar,
Guðlaug, Ingrid, Ólafia, Birna og Valur.
Ný alþjóðleg ljósmyndasýning opnar á laugardag i Þjóðminjasafninu með sýningar-
gripum úr mörgum heimshornum. Efni hennar sýnir að öll viljum við skreyta
myndir af þeim sem eru okkur kærir.
JLa
Fyrsta ljósmyndasýningin á nýhönnuðu sýningasvæði í endur-
byggðu Þjóðminjasafni hefur nú verið tekin niður, en þar voru
til sýnis elstu ljósmyndir sem þekktar eru hér á landi. í hennar
stað er komin upp ný sýning sem hlotið hefur alþjóðlega viður-
kenningu frá Van Gogh safninu í Amsterdam og verður opin
fram á nýárið.
Þema hennar er okkur vel kunn-
ugt: Gleym mér ei - Ljósmyndun og
endurminningar. Flestir þekkja
dæmi úr umhverfi sínu um ljós-
myndir sem hafa verið skreyttar á
einhvern hátt. Hárlokkar eru algeng
skraut á myndum af okkar nánustu,
en siðurinn að skreyta myndir er
þekktur frá upphafi ljósmyndunar
og á sýningunni hefur Geoffrey
Batchen, ljósmyndafræðingur og
prófessor í New York, dregið saman
dágott sýnishorn af skreyttum ljós-
myndum og við sýningu hans hefur
bæst nokkuð af íslenskum myndum
sem eru skreyttar.
Að festa sína á mynd
Þegar ljósmyndun kom til sög-
unnar árið 1839 gerði tæknin flestum
kleift, í fyrsta sinn, að eignast myndir
af fjölskyldu sinni, sjálfum sér og vin-
um. Tæknin hafði byltingarkennd
áhrif. Margir töldu málverk og teikn-
ingar heyra sögunni til. Mörgum var
ljósmyndin bara tæknilegt fágæti,
augnablik fest á mynd. Háum sem
lágum þótti skorta á myndina og sá
siður spratt upp víða að bæta ein-
hveiju áþreifanlegu við hana til að
auka tiifinningalegt gildi svo mynd
yrði meira en minjagripur um þann
sem hún sýndi.
Vindlahringir og fiðrildi
Margt var nýtt til að auka við
myndir. Textar, blóm, skrautbönd,
pappírsskraut svo sem vindlahring-
ir, ljósmyndir af fiðrildavængjum og
jafnvel mannshár. Þá voru ljós-
myndum fundnir geymslustaðir.
Nælur, hálsmen, silfurskríni og
rammar sem voru algengastir.
Á Vesturlöndum skapaðist sú
hefð að taka portrett af fólki með
aðra ljósmynd af látnum ástvinum
því til sönnunar að þeir hefðu ekki
gleymst. Dæmi um allar þessar út-
færslur eru á sýningunni. í flestum
tilvikum er ljósmyndarinn óþekktur.
Víða þekkt fyrirbæri
Minningabættar myndir þekkt-
ust ekki bara á Vesturlöndum, bæði
á Indlandi og í Mexíkó var hefð fyrir
myndbótum af því tagi. Indverskir
ljósmyndarar máluðu ljósmyndir
sínar svo þær hefðu yfirbragð mál-
verks. í Mexíkó á fýrri hluta 20. aldar
tíðkaðist myndgerð Ijósmynda í þrí-
vídd, sem var kölluð Fotoscultura.
Mörg form minningarbættra
mynda hafa tíðkast hér og gera enn.
Sýnishorn slíkra mynda úr Þjóð-
minjasafninu og einkaeigu eru á
sýningunni sem opnar á morgun.
Þegar þetta þú sérð
Sýningarskrá var gefin út í tengsl-
um við sýninguna í Amsterdam í rit-
stjórn Geoffrey Batchen. Batchen
hélt fýrirlestur á vegum minningar-
sjóðs Ásu Wright og Þjóðminjasafns-
ins í mars síðastliðnum sem hann
kallaði Þegar þetta þú sérð og hefur
hann verið gefinn út í bæklingi á ís-
lensku. Bæði rit Batchen eru til sölu
í safnbúð Þjóðminjasafns íslands.
Glæsileg iðnhönnunarsýning opnar í sölum Marel í Garðabæ í dag með fjölbreytta
íslenska hönnun bæði unna hér heima og fyrir erlenda framleiðendur. Sýningin
dregur fram úölhæfni og styrk íslenskra hönnuða.
Transforme
Opinberir aðilar áttu upptökin að sýningunni. Valgerður
Sverrisdóttir iðnaðarráðherra vildi að sett yrði upp sýning í
samvinnu við virt gallerí í París, VIA, og var sýningin opnuð í
apríl síðastliðnum. Fjörutíu hönnuðir, listamenn og fyrirtæki
áttu verk á sýningunni og er hún ein umfangsmesta sýning
sinnar tegundar sem sést hefur um árabil.
|’SS|
Marel hýsir sýninguna í skála
sfnum í Austurhrauni 9 í Garðabæ,
en venjulega er rýmið nýtt undir
ffamleiðslugripi Marel. Vill fyrir-
tækið „sem er leiðandi í nýsköpun
og markaðssetningu erlendis á há-
tæknibúnaði, beina kastljósinu að
þeim tækifærum sem svo sannar-
lega geta gerst í framtíðinni" segir
í sýningarboði.
Opnar Valgerður sýninguna
síðar í dag.
Aðsókn í París
Sýningin fékk ft'na aðsókn í Par-
ís. Fimm þúsund gestir sóttu VIA
heim og umfjöllun um íslenska
hönnun var töluverð í fagblöðum
og tímaritum. Það voru hjónin
Steinunn Sigurðardóttir, hönnuð-
ur, og Páll Hjaltason, arkítekt, sem
sáu um sýningarstjórn en langt er
síðan jafnfjölbreytilegu úrvali af
gripum hefur verið safnað saman
eftir íslenska hönnuði. Athygli
vekur hversu ólík verkefni þeirra
hafa verið. Húsmunir, skartgripir,
brúkshlutir, gerviútlimir, snjó-
flóðavarnir, tölvuleikir, plagöt, föt,
textíll. Úrvalið er mikið.
Blár, hvítur, rauður
Glæsileg sýningarskrá var gefin
út í París, hönn-
uð af Ámunda
Sigurðssyni. Er
henni kaflaskipt
eftir fánalitunum
og er afar ffóðlegt
yfirlit um iðnað og
list sem mörgum er
dulin. Vissu menn að
hönnuðir okkar vinna
fyrir fjölda erlendra fyrir-
tækja, rétt eins og þeir fram-
leiða vörur sjálfir eða í samstarfi
við innlenda aðila. Þá eru verk til
þróunar mörg í sýningunni og
beina sjónum fram á við. Hér er á
ferðinni hópur hönnuða sem
margir eru ungir að árum, enda
sýningin kölluð Ný kynslóð ís-
lenskra hönnuða.
Hverjir eru á ferðinni?
Laizé, forstjóri VIA, hefur sótt
nýnæmi á liðnum árum til Japans
og Alsír. íslendingarnir sem eiga
lS53k
*
verk í
Garðabæn-
um til 1. desember eru meðal ann-
arra: Bergþóra Guðnadóttir fyrir
66°Norður, Daníel Magnússon
fyrir 101, Dögg Guðmunds fýrir
sitt eigið fyrirtæki, Landslag ehf
fýrir Siglufjörð, Katrín Pétursdóttir
og Michael Young fyrir Svenska
möbler, Erla Óskarsdóttir á tvo
gripi á sýningunni, Sigga Heimis
fyrir Ikea - svo bara nokkur nöfn
séu nefnd. Þar er margt fallega
hugsað að sjá og finna.