Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1911, Qupperneq 71
Loftferðir.
Greifi Zeppelin og Bleriot eru þeir menn, sem mest
hafa hrint áfram loftferðum. En margir á undan þeim
höfðu varið tíma og eignum sínum í tilraunir til þess að
geta flogið og ferðast í loftinu. En þótt þeim hepnuðust
ekki tilraunirnar, þá urðu þær að mikium notum fyrir
ktna, sem á eftir komu. Og svo fer oft, að þeir, sem
heimsfrægir verða fyrir uppfundingar sínar, hafa fært sér
í nyt reynslu þeirra, sem á undan voru gengnir, og getað
forðast það, sem þeim hafði reynzt skaðlegt eða ófullkomið.
Greifi Zeppelin, f. 1838, og Bleriot byggja loftför sín á
ólíkum frumreglum (náttúruöflum). Zeppelin byggir á því
að fljóta á þyngra lofti með belgjum, sem léttara loft er
h það er sama lögmálið og þegar uppblásinn skinnsokkur
flýtur á vatni af því að loftið í honum er léttara en vatnið.
Það er ekki ný uppfunding að lyfta sér með belg,
sem létt loft er í, því 1783 fór Rozier fyrstur manna upp
í loftið með slíkurn loftbelg, og síðar fleytti sér maður
sem Charles hét í loftinu, og hafði þá lofttegund í belgn-
um, sem „brint" nefnist. Hann var Zeppelins fyrsti fyrir-
tennari. En sá var gallinn á þessum loftferðum, að þótt
menn gætu þannig lyft sér í loft upp, þá réðu þeir ekki
sínum áfangastað, heldur urðu þeir að berast með vind-
inum oft f gagnstæða átt við það, sem þeir vildu fara.
Ahugi allra loftferðamanna stefndi þess vegna að því, að
finna ráð til þess, að geta stýrt loftfarinu í þá átt, sem
þeir vildu.komast. Árið 1884 reyndu tveir franskir her-
foringjar, Renard og Krebs, að knýja loftfar sitt áfram
með rafmagnsmótor, og 1898 byrjaði Santos Dumont, stór-
auðugur maður frá Brasilíu, að nota benzín-mótor í loftfar sitt.
1901 fór hann í þessu loftfari sínu í hring kringum Eiffel-
turninn við París, og fékk fyrir það heimslof og 100,000
franka verðlaun.
Um sama leyti bjó franskur maður, Julliot, til loftfar,