Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1911, Síða 74
fyrst verið reynd í Evrópu þegar Vilbur Wright reyndi
flugvél sína í ágústmánuði 1908. í desember s. á. reyndi
hann vélina aftur, og flaug þá í 2 kl.tíma 21 mínutu
hvíldarlaust og vann fyrir það 20,000 Rm. verðlaun.
Ekkert ár hefir loftferðum fleygt jafnmikið áfram eins
og árið 1909. Verður það því óefað merkisár í annálum
loftferðanna. Tr. G.
Bitsínii og talsíini.
20. október 1905 voru lögin staðfest af konungi um
ritsíma og talsíma, eftir mikla mótstöðu stjórnarandstæð-
inga. Skömmu síðar var byrjað á undirbúningi og inn-
kaupum til lagningar símans á sjó og landi.
Seint í ágústm. 1906 var búið að leggja sæsímann til
Seyðisfjarðar frá útlöndum, svo að 25. ágúst iqoó var
sent fyrsta símskeytíð frd íslandi til útlanda. Það var
sent konungi vorum, sem hann samdægurs svaraði með
heillaóskum. Þennan minnisverða dag var stigið eitt
stærsta framfaraspor landsins, og margra ára óskir lands-
manna uppfyltar.
Sæsíminn er á lengd milli Seyðisfjarðar og Þórshafn-
ar á Færeyjum 318,5 enskar mílur og þaðan til Leirvíkur
á Hjaltlandi 215,5 e. mílur. Samtals 534 e. mílur.
I mai sama ár var byrjað að reka niður staura og
leggja símann yfir land frá Reykjavík til Seyðisfjarðar.
Verkið gekkk svo greiðlega, að 20. seþtember iqoó var
sambandið milli Rvk. og Seyðisfj. fullgert, svo þann dag
gátu Reykvíkingar fyrst haft símasamband við útlönd.
Lengd stauraraðanna frá Rvk. tii Seyðisfjarðar er
612,7 kílómetrar og sæsími á þessari leið 3,1 km. Vega-
lengdin þá öll 615,8 kílómetrar.
Þetta ár var einnig lagður sími yfir land til Vopna-
fjarðar 14 kílómetrar.
1907 var lagður sími yfir land 7,e kílóm. frá Seyðis-
firði til Mjóafjarðar og einfaldur járnþráður frá Sauðár-
krók að Hálsi og frá Grímstöðum á Fjöllum til Seyðisfj.
(64)