Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1911, Qupperneq 79
kláðans, og þá talið alt sauðfé, sem baðað var, og tald-
ist þá svo til, að alls hefði verið baðað 637,716 sauð-
kindur, en eftir framtali s. á. áttu þær að vera 526,195,
sem er 111,521 færri en átti að vera.*
Það er langt frá því, að bér með sé sagt, að allir
verzlandi menn og allir búendur telji rangt fram bú-
pening sinn og varning. Auðvitað gerir fjöldi manna
Það samvizkusamlega, en þótt ekki væri nema sjötti
hver maður skeytingarlaus með skýrslur sínar og fram-
tai, þá er það nóg til þess, að þegar skýrslurnar koma
saman í heild fyrir alt landið, þá verður aðalskýrslan röng.
Þó eg hafi það álit á skýrslunum fyrir alt landið, sem
kér er sagt, vil eg þó setja hér á eftir nokkrar tölur,
sem eg held, að lesendurnir vilji helzt vita, þar af eru
sumar, sem eg álít minnst skakkar
Eftir skýrslum presta í árslok 1907 átti að vera á
öllu landinu 81,760 menn (þar af karlar 39,116, og kon-
Ur 42,644). Þar af bjuggu 26,700 í kaupstöðum, eða nær
Því ‘/3 allra landsmanna (þar af í Reykjavík 10,318, Ak-
Ureyri 1748 og á Isafirði 1620 manns). Innan við 10
ára voru 19,367, 10—20 ára 17,123, 20—50 ára 31,037,
5o—70 ára 10.837, 7°—9° ára 3.357 og yfir 90 ára 39 m.
Á árinu fæddust lifandi 2304 börn (þar af 2002 skil-
getin, 302 óskilgetin og 53 tvíburafæðingar).
Dánir á árinu 1462 (þar at' druknuðu 63 og r2 fyr-
irfóru sér). í 17 ár 1891—1907 hafa dáið að meðaltali
á ári 1309 manns (minst 1906 092 menn).
Á árinu giftust 495 hjón (þar af á aldrinum 20—35
ára 396, 35—45 ára 68, 45—55 ára 26 og 55—65 ára 5),
hér af voru 20 ekkjur og 4 konur, sem skilið höfðu við
S menn sína.
BúnaOarástand.
Á öllu landinu voru 1907 framteljendur 9932. Kýr og
kvfgur kelfdar 17,913, griðungar og geldneyti 1178, vet-
* Jón prestur Jónsson á Stafafelli hefir síðar skýrt frá því, að mislesið
væri úr sveit hans 7000 fyrir 4000, svo mismunurinn væri þá 108,521.
(69)