Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1911, Qupperneq 88
þá kom halastjarna, sem eg man vel eftir; mér þætti
nógu gaman að sjá liana aftur*.
Seint á árinu 1909 kom halastjarna, sem menn
héldu fyrst, að væri sú sama stjarna, sem sást 1831.
Kom eg þá til P. M. og sagði honum, að nú væri
halastjarnan komin. Hann lét vel vflr því og sagði
mér ýmsar sögur frá 1834.
Nokkru seinna kom eg til hans, og sá þá, að
hann var þreyttur, því nokkrir kunningjar hans höfðu
verið hjá honum áður en eg kom; samt var liann
skrafhreifur og glaður í rúmi sínu. Eftir nokkra
stund sagði eg, að nú ætlaði eg að fara, svo hann
gæti hvilt sig. En í því féll hann i dvala, og var að
tala við sjálfan sig hálf-vakandi og liálf-sofandi:
»Blessað landið--------það er svo fallegt---------*
Blessað lifið-------það hefir verið svo ánægjulegt
Blessaður Guð —--------hann er svo miskunnsamur
og góður«. —
Petta voru síðustu orðin, sem eg heyrði til þessa
öllum hugljúfa öldungs. Litlu síðar andaðist hann
á 98. aldursári.
Seinna kom mér í hug, að þessi fáu orð Páls
væru ljósmynd af lífi hans. Tr. fí.
Sniælki.
Pað er sagt, að rotturnar skilji við það skip, sem
ætlar að sökkva, og reynslan sýnir oft, að maðurinn
skilur við vin sinn, þegar hann er að sökkva í ör-
birgð eða eymd. En sá er munurinn, að rottan gat
ekki hjálpað skipinu þó hún hefði viljað, en maður-
inn gat oft hjálpað vininum hefði hann viljað.
*
* *
Eldspýtan er lítil, en þó má kveikja með henni
það bál, sern brennir fjölda húsa. Lýginni er eins
*) Pað bar oft við, að hann talaði um að sjá eftir að hann
var orðinn blindur.
(78)