Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1933, Side 33
stjórn, tékkóslóvakiska ráðið — í París, undir for-
Ustu hans.
Stjórnarskrá pjóðarinnar var samþykkt vorið 1920,
og sama ár kaus þjóðpingið Masaryk forseta á ný.
Kjörtímabil forsetans er 7 ár, en Masaryk heíir verið
kosinn forseti ævilangt. Undir stjórn hans hefir hið
eudurreista riki blómgvazt og eflzt, og í engu af nýju
ríkjunum hefir verið eins friðsamt og í Tékkóslóvakíu-
»Friðarhöfðingi« hefir Masaryk verið kallaður, og saga
hans sem forseta sýnir, að unnt er að »rikja i friðicc,
jafnvel á jafnmiklu óróatímabili sem verið hefir síðan
styrjöldinni lauk.
Winston Churchill.
Persónuleg hægð og seigja er þjóðareinkenni Breta.
Peir drápu Napóleon með seigjunni, og enn í dag er
það seigjan, sem veldur því, að þeir standast umrót
og uppnám betur en aðrar þjóðir, Svo rólyndir eru
Bretar, að jafnvel í haust sem leið, þegar þeir urðu
að auglýsa fyrir alheimi, að þeir ættu ekki gull fyrir
seðlunum og skuldbindingunum, æðruðust þeir ekki,
en hlýddu ákvörðuninni þegjandi og hljóðalaust. Og
þó var þarna gert teningskast, sem varðaði líf eða
dauða, — sjálfsvörn, gerð út úr vandræðum, sem
Breta hafði aldrei dreymt um.
Bretar eru orðlagðir fyrir tryggð við erfðirnar. Dýr-
asta erfðin var sú að hafa stjórnað peningamálum
heimsins um margar aldir. En auk gullsins varð það
»feðranna frægð«, sem batt þá tryggum böndum við
erfðirnar, eins og íslendingar geta skilið, því að þeim
er máliö skylt. Engin þjóð er jafntómlát um að taka
upp nýja siði sem Bretar. Jafnvel kvenfólkið þarf að
hugsa sig um í nokkra mánuði, áður en það viður-
kennir nýtízkuna frá París. En Bretar hafa ekki leut
i fjárhagskreppu út af því. Hins vegar réð vanafest-
an því, að Bretar, frumherjar stálaldar og kola i öll-
(29)