Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1933, Side 35
maður. Sú blaðamennska skóp honum þann orðstír,
að enn i dag segja svæsnustu andstæðingar hans i
Bretlandi, að enginn kunni að lýsa betur herferðum
en Winston Churchill. Árin 1897 og 98 var hann á
landamærastöðvum þeim, sem brezki herinn átti að
verja á Indlandi, en réðst þaðan í enska herinn i
Egyptalandi, sem sendur var til þess að ná aftur í
hendur Breta höfuðborg Sudans, Khartum, sem verið
hafði i óvinahöndum síðan 1885, að Gordon hers-
höfðingi var unninn þar. Bæði í Indlandi og Khar-
tum-hernum var hann fréltaritari enska stórblaðsins
»Daily Telegraph«. Og þegar Búastriðið hófst, hvarf
Churchill þangað, sem hermaður — og fréttaritari
enska íhaldsblaðsins »Morning Post«. Hann féll í hend-
ur Búa í þeirri ferð, en strauk úr fangabúðunum og
fékk færi á að sjá vopnaviðureign Breta og Bú-
anna, bæði sem blaða- og hermaður.
Petta var árið 1899. En sama árið bauð hann sig
fram til þings sem íhaldsmaður og féll. Árið eftir
kom hann heim að sunnan og var kosinn á þing, i
fyrsta skipti, við aðalkosningar það ár, og i sama
kjördæmi. Hann vakti eftirtekt á sér þegar, og þó
einkum fyrir járnharðar mótbárur síuar gegn skatta-
frumvarpi Jóseps Chamberlains, sem fyrstur manna
kvað upp úr þá með verndartollastefnu gagnvart
öðrum þjóðum, en fríverzlun við nýlendurnar, sem
var efst á stefnuskrá ihaldsmanna og margra fleiri
við síðustu kosningar. Petta var í ársbyrjun 1903. En
nú hefir Churchill gerzt talsmaður þeirrar skoðunar,
sem hann barðist mest gegn í þá daga.
Churchill var ekki samvinnuþýður maður. Hann
heflr ekki lært að skilja það enn þann dag i dag, að
til þess að vera góður flokksmaður, verði kröfur til
lipurðar og samvinnu að vera sjálfsagðar. Hann sagði
skilið við íhaldsflokkinn von bráðara— og urðu allir
fegnir — en gekk í frjálslynda flokkinn. Komst hann
á þing við næstu aðalkosningar 1906, í öðru kjör-
(31)