Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1933, Síða 37
og andúðin gegn þessum sinnlenda stríðsglæpamanni«
varð svo mikil, að pjóð hans vildi hvorki heyra hann
né sjá um tima. En Churchill spyr, til andsvara:
Hvað hefði skeð, ef þetta hefði ekki verið gert — og
því getur enginn svarað.
Eftir ófriðinn bauð hann sig enn fram til þings
úr flokki frjálslyndra manna. Hann féll. Það var
árið 1922 í hinu fyrra kjðrdæmi hans, Dundee.
Næstu kosningar fóru fram árið 1924, og var hann þá
í kjöri, sem »óháður andstæðingur jafnaðarmanna«
og leitaði kjósendafylgis i Westminster-kjördæmi I
London, en féll aftur. Loks komst hann að sem
ihaldsmaður og fékk sæti í stjórn Stanley Baldwins,
þeirri, er hann myndaði i nóvember 1924, eftir að
MacDonald hafði sagt fyrri stjórn sinni lausri, og
varð fjármálaráðherrá.
Fyrsta verk hans varð það að herða á skattakröf-
unum og gera ríkissjóðinn sjálfbjarga. Ræðan, sem
hann flutti, er hann hafði tekið við embættinu, þótti
hörð, en enginn andmælti þá á þingi með sömu orð-
unum, sem Churchill er verst við, en þau eru: »lið-
hlaupi« og »Gallipoli«. Og þegar þjóðstjórnin var
mynduð I haust, varð ekki gengið fram hjá Churchili:
Afglapanum, sem hafði unnið þjóðinni svo mikið tjón
og gerzt banamaður þúsunda enskra þegna. Óþjála
manninum, sem enginn gat lynt við. Liðhlaupanum,
sem enginn átti vísan nema til einnar nætur.
Pessir miklu gallar og glapræði gleymast jafnótt
sem dögg þornar fyrir sólu í ríki erfðanna, þegar i
hlut á afburðagáfumaður og svo mikill mælsku-
maður, að hatursmenn hans gleyma öllum góll-
um hans i hvert skipti sem þeir heyra hann tala.
Stalin.
Meðan Lenins naut við á Rússlandi spáðu margir
þvi, eigi að eins andstæðingar sameignarstefnunnar
(33) 3