Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1933, Síða 42
mörgu leyti með aðstoð ameríkskra verkfrseðinga.
Stalin segir, að tilgangurinn helgi meðalið, og bætir
því við, að það sé misskilningur á sameignarstefn-
unni að halda, að hún sneiði hjá verklegum fram-
förum nútímans. Pað sé sjálfsagt að aíla gæða þeirra,
sem náttúran gefur, með sem hagfelldustu móti, en
skipta þeim jafnt.
Staiin er enn maður á bezta aldri. Pað er enginn
vafi á því, að ef hans nýtur lengi við, verða auðæfi
hins frjósama og viðlenda ríkis hans auðsóttari í
skaut náttúrunnar en nokkurn rússneskan keisara
hefir dreymt um. Og ef honum tekst að skipta jafnt, þá
hefir sameignarstefnan sigrað heiminn.
Mustafa Kemal.
Balkanstyrjaldirnar tvær, 1911—15, höfðu leikið
Tyrki grátt. Ríkið hafði [iengi verið á fallanda fæti
undir stjórn duglausra drottnanda, sem létu ailtníðast
niður nema kvennabúrin sín; í styrjöldunum höfðu
þeir misst land svo mikið, að þegar heimsstyrjöldin
hófst, var ekki annað eftir af ríki þeirra vestan Hellu-
sunds en ofurlítill skiki kringum Miklagarð. Við þetta
bættist svo, að Tyrkir lentu »öfugum megin« í heims-
styrjöldinni, og spáðu margir því, að sigurvegararnir
mundu gera þá ræka úr álfunni. Petta varð þó eigi,
því að síðasti soldán Tyrklands, Mehmed VI., vann
það til að gerast eins konar landseti þeirra og lofa
þeim hlýðni og hollustu, og þótti bandamönnum eins
gott að láta hann hafa lyklana að Svartahafinu, í orði
kveðnu, og að taka við þeim sjálfir, þvi að eigi höfðu
þeir orðið ásáttir um, hver ætti að geyma, Frakkinn,
Bretinn, ítalinn eða Amerikumaðurinn.
En þetta fór á annan veg. Skömmu eftir að friður
var saminn, veltist síðasti Tyrkjasoldáninn úr sessi
og flýði á ensku herskipi til Malta, með konur sínar.
Lauk þar hnignunartímabilinu í sögu Tyrkja, en ann-
(38)