Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1933, Síða 46
en að stjórna her. Hann hefir reynzt hinn atkvæða-
mesti stjórnmálamaður, og svo mikið er vald hans,
að enginn mælir i móti pví. sem hann vill vera láta.
Hann hræðist ekki að ganga i berhögg við aldagaml-
ar venjur þjóðarinnar. Hann bannar fjölkvæni, og
hann segir kvenfólkinu, að ganga með bert andlitið;
hann afnemur tyrknesku húfuna og fyrirskipar klæða-
burð að Evrópusið. Hann lætur kenna ungum og
gömlum að lesa og heíir lögleitt latínuletur i stað
Arabaleturs. Hann leggur járnbrautir, sendir land-
búnaðarráðunauta um landið pvert og endiiangt og
og gefur peim umboð til að skipa mönnum fyrir um
búnaðarháttu, ef þeir vilja ekki hlýða ráðleggingum.
Virðist pað, sem gerzt hefir í Tyrklandi síðustu
tiu árin, ganga kraftaverki næst og sá, sem valdið
hefir breytingunni miklu, hlýtur að vera mikilmenni.
Að sumu leyti minnir hann á Mussolini; hann er ein-
valdur eins og hann og ráðríkur eins og hann. Að
færri sakfella hann, mun sumpart liggja í pví, að
Evrópumenn vita minna um, hvað gerist í Tyrkja-
veldi en í ítaliu, og sumpart af pví, að Tyrkir stóðu
á lægra menningarstigi en italir, — trúðu blindara á
forlögin og mögiuðu pvi minna.
Skúli Skúlason.
Árbók íslands 1931.
n. Ýmis tíðlndi.
Árferði. Frá áramótum var veðrátta í meðallagi. —
Vorið mjög þurkasamt og kalt. — Sumar gott og
nýting heyja ágæt. — Vetur umhleypingasamur til
ársloka.
Verzlun yfirleitt óhagstæð og innlendar afurðir
féllu mikið i verði, einkum ull, gærur og kjöt.
Fiskveiðar ágætar.
(42)