Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1933, Síða 47
Jan. 1. Skemmdist hús á Siglufirði mjðg af bruna, og
einnig húsmunir í því.
— 7. 25 ára afmæli glímufélagsins Ármann.
— 8. Brann þakhæð Kristness-hælis.
— 15. Skemmdist hús á Akureyri af bruna og hús-
gögn i því.
— 21,—22. Fórst norskt fisktökuskip Ulv, hjá Para-
látursnesi á Ströndum.
— 27. Verzlunarmannafélag Reykjavíkur 40 ára.
— 28. Brann verzlunarhús og vöruhús á Borðeyri.
Varð nær engu bjargað af innanstokksmunum en
miklu af vörum.
í þ. m. urðu símabilanir víða vestanlands og
norðan.
Febr. 1. Skjaldarglima Ármanns háð í Rvík. Sigurður
Thorarensen vann skjöldinn til eignar, en verðlaun
fyrir fegurðarglímu vann Georg Porsteinsson. —
Strandaði enskur botnvörpungur, Frobisher, á
Kílsnesi á Melrakkasléttu. Mannbjörg varð. Botn-
vörpungurinn náðist á flot 17/s-
— 5. Búnaðarþingið sett í Rvík.
— 14. Alþingi sett. — Skemmdust í roki tvö línu-
veiðaskip í Hafnarfirði, Eljan og einkum Namdal
mjög mikið, og hafskipabryggja skemmdist þar við
árekstur af þeim.
— 17. Kosinn forseti sameinaðs þings Ásgeir Ásgeirs-
son (e. k,), forseti efri deildar Guðmundur Ólafs-
son (e. k.), og neðri deildar Jörundur Brynjólfs-
son. — Sökk þýzkur botnvörpungur langt undan
Dyrhólaey. Skipshöfninni var bjargað.
— 22. Brann prestssetrið Skinnastaðir. Innanstokks-
munum varð að miklu bjargað.
— 25. Brann stórt hús í Hafnarfirði.
— 27. Brann íbúðarhúsið á Helgastöðum í Reykja-
dal. Talsverðu varð bjargað af innanstokksmun-
um, en matvæli brunnu og eldiviður.
Mars 5. Brann að mestu þakhæð af húsi i Sogamýri
(43)