Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1933, Blaðsíða 48
við Hvik og varð engu bjargað af innanstokksmun-
um. — Fannst jarðskjálftakippur í Rvík.
Mars 13. Brann húsið Staðarhóll á Langholti við Rvik.
Engu varð bjargað af innanstokksmunum. — Sökk
vélbátur, Reynir, við árekstur á Akraness-höfn.
Mannbjörg varð.
— 17. Strandaði færeysk skonnorta, Queen Victoria, í
Meðallandi. Mannbjörg varð.
— 24., aðfn. Strandaði franskur botnvörpungur, Cap
Fagnet, austan við Grindavik. Mannbjörg varð.
— 26., aðfn. Kviknaði í húsinu Nýhöfn í Rvik, en
tókst að slökkva. Skemmdir urðu allmiklar á lofti,
og á neðri hæð af vatni. — Brann bíll norðan við
Öskjuhlið.
í þ. m. bilaði mjög nýjasti hafnargarðurinn i
Rvik og brotnuðu margir simastaurar við Hval-
fjörð, á Vatnsleysuströnd og í nánd við Borgarnes.
Apr. 1. Skákþing íslendinga hófst i Rvik. Stóð í nokk-
ura daga. Skákmeistari varð Ásmundur Ásgeirs-
son sjómaður i Rvik.
— 14. Alþingi rofið.
— 30. Fór varðskipið Óðinn með flugvélina Veiði-
bjölluna sendiför til Grænlands, í þeim tilgangi
að koma enskum leiðangursmönnum til bjargar,
en förin mistókst.
Mai 12. Sökk vélbátur á Pykkvabæjarsandi, Garðar,
frá Vestmannaeyjum.
— 14. Brann hús á Seyðisfirði.
— 19. Aldarafmæli Steingríms Thorsteinsens skálds.
— Karlakór K. F. U. M. hélt í utanför.
Júní 7. Kom kínverskur prestur, Ulisses Ho, til Rvik-
ur og ferðaðist mánaðartima um Austfirði og
Norðurland og flutti fjölmörg erindi um kristni-
boð og trúmál almennt.
— 12. Alþingiskosningar. (Talan i svigum merkir at-
kvæðafjölda. A. Alþýðuflokksmaður, F. Framsókn-
armaður, K. Kommúnisti, S. Sjálfstæðismaður).
(44)