Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1933, Side 50
fjarðarströnd, og Porgrímur Sigurðsson sóKnar-
prestur að Grenjaðarstöðum.
Júní 17 Afmæli Jóns Sigurðssonar. — Aðalfundur
bókmenntafélagsins haldinn.
— 18,—20. Prestastefna í Rvík.
— 21. Sigurður P. Sívertsen prófessor var vígður
vigslubiskup Skálholtsbiskupsdæmis. — íslands-
glíman háð. — Kom egypzkur prins, Jusuf Kaman,
ásamt föruneyti til Rvíkur. Ferðaðist um Borgar-
fjörð. — Aðalfundur ípróttasambands íslands
haldinn í Rvík.
— 22.-24. Aðalfundur prestafélags íslands haldinn á
Laugarvatni.
— 27. Aðalfundur eimskipafélags íslands háður í
Rvík.
— Stórstúkuþingið sett.
Seint i p. m., eða snemma í júlí, brann bærinn
á Brekku í Norðurárdal. Litlu eða engu varð
bjargað af innanstokksmunum.
Júlí 1. Kom loftskipið Graf Zeppelin til Rvíkur.
— 9., aðfn. Strandaði vélbátur, Fram, frá Sigluflrði,
undir Hjörleifshöfða. Mannbjörg varð.
— 10. Aldarafmæli sálmaskáldsins séra Stefáns Thor-
arensens, síðast prests á Kálfatjörn.
— 14. Varð árekstur milli þýzkra botnvörpunga fyrir
austan Dyrhólaey, og sökk annar peirra, er dreg-
inn var af hinum, skammt austan við Vestmanna-
eyjar.
— 15. Alþingi sett. Sömu forsetar sem áður,
— 26. Sundmeistaramót f. S. f. háð við Örfirisey. —
Brann tvílyft hús við Kárastíg í Skildinganess-
landi. Talsverðu varð bjargað af innanstokks-
munum.
Snemma i þ. m. sigldi erlendur botnvörpungur
á vélbát, Njál Porgeirsson frá Norðflrði, og bát-
urinn sökk. Mannbjörg varð.
Ágúst 2. Kom til Rvikur, á vegum skáksambands fs-
(46)