Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1933, Síða 51
lands, heimsmeistarinn i skák, A. Aljechin dr.
juris, og tefldi við 40 manns samtimis. Fór **/8 4-
leiðis til útlanda.
Ágúst 7. Flaug Cramer frá Grænlandi til Rvíkur.
— 9. Kom von Gronau fljúgandi til Rvíkur, áleiðis
frá Þýzkalandi tii Grænlands.
— 21. Strandaði botnvörpungur, Barðinn, á skerinu
Þjóti framundan Akranesi. Mannbjörg varð.
— 22. Kosinn forseti sameinaðs þings Einar Árnason.
— 23. Varð vart nokkurra landskjálftakippa sunn-
anlands.
— 24. Alþingi slitið. Sampykkt voru 46 lög.
— 29. Synti Haukur Einarsson úr Viðey til stein-
bryggjunnar i Rvík. Var 1 klst., 53 min. og 40 sek.
— 30. Kom fótstallurinn af líkneski Leifs heppna til
Rvikur og var settur upp í september á Skóla-
vörðuholtinu.
Snemma í þ. m. flæddi Eyjafjarðará yfir bakka
sina, og olli það talsverðum skemmdum á heyj-
um og engjum, einkum á Hólmunum inn af Akur-
eyri. — Brunnu um 60 hestar af töðu í Glaumbæ
i Skagafirði.
Seint í ágúst eða snemma í september keypti
Jóhannes Sigfússon cand. pharm. lyfjabúð Sig-
urðar Sigurðssonar í Vestmannaeyjum.
Sept. 3., aðfn. Brann ibúðar- og bökunarhús eitf á
Akureyri. Fólk komst nauðulega út. Engu varð
bjargað af húsmunum, og verzlunarbækur brunnu.
— 9. Rákust á vélbátar á Hnífsdalsvík og sökk ann-
arr þeirra, Frægur.
— 17.—18. Afspyrnuveður við Eyjafjörð og hlutust
víða skemmdir af. Fauk þak af húsi á Akureyri
og bilaskúr fauk frá Kristness-hæli. Hey fuku og
víða.
— 18. Brann tvilyft hús á Hólmavík, ásamt skúrum,
og varð mjög litlu bjargað.
— 19. Brann hús á Þórshöfn á Langanesi, heyhlaöa
(47)