Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1933, Page 73
hefði fært sér að fullu í nyt þær niðurstöður, sem
fengnar voru, um notagildi kartaflna til fóðurs fyrir
mannfólkið sjálft.
Eitt er það einkum, sem hefir hækkað hlut mat-
juitanna og hugmyndir manna um það gildi, sem
þær hafa hinn síðasta tug ára. Pað eru rannsóknir
vísindamannanna á hinum svo nefndu vitamínefnum,
en þeim hefir verið valin ýmis glæsileg heiti á is-
lenzku, svo sem »lífefni, »fjörefni« eða »bætiefni«. Vís-
indamenn hafa aflað sér mikillar vitneskju um þessi
efni og skipt þeim í flokka eftir eiginleikum og áhrif-
um. Hafa þeir kennt þessa ílokka við fyrstu bókstafi
stafrófsins, og nefna þau A, B og C bætiefni og telja
mikil líkindi til, að fleiri flokkar séu til; munu þeir
þá vera kenndir við D og E o. s. frv., ef þeir finnast.
Pó hafði engum vísindamanni tekizt að »handsama«
eða einangra bætiefnin, svo viðkvæm og reikul eru
þau, fyrr en á árinu 1931, að ungum, norskum vís-
indamanni tókst— að þvi er blöð herma — að fram-
leiða C-bætiefni, úr glóaldinsafa (appelsínum). En
gjörla hafa þeir þekkt þau og eiginleika þeirra og
áhrif þeirra, og eins afleiðingar þær semí ljós koma,
ef þau vantar í fæðu manna og dýra. Pað að tekizt
hefir að framleiða C-bætiefni hefir alstaðar vakið
mikla eftirtekt. í þessu sambandi má geta þess, að ef
C-bætiefni vantar í fæðuna, eða ef ekki er nægilegt
af þeim, þá er afleiðingin sú, að sá fær skyrbjúg, sem
hlut á að. En það er talið víst, að enda þótt skyr-
bjúgur á háu stigi þekkist nú að kalla ekki í menn-
ingarlöndum, þá sé þó ekki óvíða um skyrbjúg á
lágu stigi — »latent« skyrbjúg — að ræða. En úr því
verður ekki bætt með öðru móti en því, að sjá um að
nægilega mikið af C-bætiefni sé í fæðu þeirra sjúku.
Mikið er og af C-bætiefni í blöðum skarfakálsins, sem
Vex víða í björgum og klettum, þar sem sjófuglar
halda til, og eru blöðin græn á vetrum. »Gamla fólk-
ið« vissi, að blöð af skarfakáli var öruggt ráð við skyr-
(69)