Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1933, Side 75
Þá voru og hvannarætur grafnar úr jöröu og hafðar
til manneldis, oft etnar með flski og kjöti, en fyrir
löngu mun notkun peirra vera gengin úr móð. Hvönn-
in var á fyrri tímum i miklum metum. Hún heitir á
latínu Archangelica officinalis — erkiengill meðal
Iyfjajurta. — Ólafur Ólavius segir um hvönnina i
urtagarðsbók sinni frá 1770:
»Svo heilnæm urt fíinnz varla í veroldu sem þesse,
»hvar um hennar nafn ber liosast vitni. Hvanna
»rotar brennevín daglega að morgn druckeð, segja
»menn stande á mote drepsott og eitre. Fræið
sdrepur lýs boreð í höfuð mans. Ætihvannar rotin
»styrkir magann, á við innantokum, stillir hósta,
»linar uppþembing, og flytir fóstri i fæðingu«.
En ekki er víst að læknavísindi nútímans vilji
skrifa undir allt þetta.
Pá er ein jurtin enn, sem vex svo að segja við
hvern bæ á landinu og dregur nafn sitt af heimilinu,
heimulan eða njólinn. Blöð hennar eru ágæt til neyzlu,
meðan þau eru ný, áður en heimulan »hleypur I
njóla«. Fyrrum voru þau notuð, en víst óvíða nú.
Margar aðrar jurtir kunni almenningur þá að hag-
sér á ýmsan hátt, bæði til lyfja og margs konar
iðnaðar. Enda draga ýmsar jurtir nöfn af notkunmni,
t. d. lyfjagras, blóðrót, mjaðarjurt, hjónagras, litunar-
mosi o. fl. o. fl.
En svo að eg viki aftur að bætiefnunum, þá er um
þau að segja, að menn vita, að pau myndast i lifandi
jurtum, í blöðum þeirra og grænum stönglum af
beinum áhrifum sólarljóssins. Má segja, að þar hafi
jurtirnar handsamað hollustu sólarljóssins og gefl
hana aftur frá sér við neyzlu þeirra. Bætiefnin virð-
ast nauðsynleg öllum lifandi verum á jörðinni. Vegna
þekkingar mannanna á bætiefnunum, hafa matjurt-
irnar á seinni árum hlotið stórum meiri viðurkenn-
ing en áður, þvi að nú skilja menn, hve mikilsverðar
þær eru heilsu manna. Þó mun enn á einstöku stað
(71)