Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1933, Qupperneq 80
neitt, eóa alls ekki, þó að þaa grói öll í sama garði.
Eg hefi, síðan eg fór að starfa sem garðyrkjumaður
hér á landi, jafnan haldið þeirri kenningu fram, að
til þess að komast hjá skaða af völdum þessarar
veiki, sé það eitt framkvæmanlegt: Að rækta þau ein
afbrigði, sem veita sýkinni mest viðnám, sem að eins
eru lítt eða ekki móttækileg fyrir hana. Hefi eg oft
séð þá sjón, að kartöflugras af þeim afbrigðum hafa
staðið algræn og gefið ágæta uppskeru í þeim görð-
um, sem kartöflur af óhraustum afbrigðum hafa slrá-
drepist fyrir miðjan ágóstmánuð og enga uppskeru
gefið, enda get eg ekki mælt með neinu afbrigði til
ræktunar hér, nema það veiti kartöflusýkinni mikið
viðnám. En til eru önnur ráð gegn þessari veiki,
sem notuð eru í öðrum löndum, þegar öðruvisi
stendur á, sem eg tel, að ekki verði notuð hér. Get
eg þó ekki gefið mig við því að færa rök að þeirri
skoðun hér í þessum linum, að öðru leyti en því:
Að ef við ræktum afbrigði, sem ekki er hætta á, að
fái veikina, þá þurfum við ekki á öðrum ráðum að
halda.
Flest þau kartöfluafbrigði, sem eg hefi haft kynni
af, sem ræktuð hafa verið um nokkuð langan tíma
hér á landi, virðast mér alis ekki þola samanburð
við hin nýju góðu afbrigði, sem á seinni árum hafa
verið flutt hingað til lands. Algengastar af þeim
gömlu eru þær bleikrauðu, sem njóta vinsælda víð-
ast hvar hér og eru taldar sérlega bragðgóðar. En
það afbrigði hefir — að mínum dómi — flesta ókosti
kartöfluafbrigða, sem fyrr var getið. Það er orðið of
seinþroska, »grösin« of þróttlítil, og margt og smátt
undir þeim og það sýkist undir eins og gereyðilegst á
stuttum tíma, ef kartöflusýki gerir vart við sig. Fyrir
því get eg engan veginn gefið því meðmæli til rækt-
unar hér, heldur sýnist mér það í ýmsum atvikum
öidungis óhafandi, borið saman við góð afbrigði.
Hver sá, sem ætlar sér að stunda kartöfiurækt með
(76)