Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1933, Qupperneq 86
bæjarprýði, eigi siður en trjá- og blómagarður. Ef
vel ætti að vera, pyrfti að vera garður á hverjum
einasta bæ, bæði til gagns og prýði. Pótt skilyrði séu
sumstaðar svo slæm, að gagnslaust sé aö fást við
ræktun kartaflna, t. d. mjög norðarlega á landinu og
á stöðum, sem eru hátt yfir sjó, pá eru til ýmsar aðr-
ar jurtir en pær, gagnlegar, sem purfa skemmra tima
til proskunar, sem mætti hafa mikið gagn af á peim
stöðum.
Menn vita nú betur en áður, að matjurtir notaðar
rétt, eru heilsulind, og pað kemur betur og betur i
ljós. Einkum hafa nú á allra siðustu árunum rann-
sóknir Þjóðverjans Dr. Gersons vakið stórmikla eftir-
tekt um allan heim, en einnig leitt af sér deilur.
Hann og fylgismenn hans halda pvi fram, að Iækna
megi marga kvilla og jafnvel alvarlega sjúkdóma,
með pví einu að láta pá sjúku lifa að mestu leyti af
fæðu úr jurtarikinu, og jafnframt pví útiloka ýmis
efni, er peir telja skaðleg, t. d. matarsalt frá fæðu
sjúklinganna. Staðreynd er pað, að tekizt heflr að
lækna fjölda af »lupus«-sjúklingum á penna hátt.
Telja sumir fylgismenn Dr. Gersons, að með pessu
móti megi fyrirbyggja ýmsa alvarlegustu sjúkdóma, t.
d. tæring, og lækna, ef hún er ekki komin á of hátt
stig. Pelta er deiluefni, nú sem stendur, meðal merkra
lækna og heilsufræðinga, sem vert er að fylgjast vel
með. Pó minnist eg ekki að hafa séð enn sérfræð-
ingana okkar rita nokkuð um pað. — En hvað sem pví
deiluefni hinna erlendu vísindamanna líður, pá er
eitt víst: Að ræklun og notkun matjurta, og ekki sízt
kartaflna, parf að aukast, frá pvi sem nú er á íslandi.
Ragnar Ásgeirsson.
(82)