Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1933, Side 88
hafi verið miður vandaðir í lífi sínu, og má ekki kippa sér upp
við það, þvi að ef satt skal segja, verður að segja svo sögu hverja
sem liún gengur. En íinnist nokkuð af eiginsjón eða kunnug-
leika þess, er ritar, sannara, fer vel,. að alstaðar geti hið rétta
gengið fyrir liinu ranga og sannleikinn rutt sér til rúms. Pannig
geta þá ekki alþýðusagnir þessar um ýmsa menn, þó að sýnast
kynnu á sumum stöðum miður frægilegar og fenglitlar, niður-
drepið þeim betra orðstir, er þeir mættu hafa sér leifðan.« En þótt
ekki verði i móti þvi borið, að í hispurslausara lagi megi hér
kalla frá mörgu sagt, þá er samt talsvert að græða á ýmsu í bók-
inni, við og við orpið óvæntu ljósi á menn og mál. Pví er hér
birt lítið úrval úr þessu safni, og er það að öllu óbreytt að efni,
en orðfæri hefir sumstaðar orðið að víkja við lítils háttar.
1. Um Torfa Eggerz.
Peir, sem kynnt hafa sér sögu Fjölnismanna, einkum þó sögu
Jónasar skálds Hallgrímssonar, munu oft hafa rekizt á nafn þessa
manns, Torfa Eggertssonar eða Eggerz. Munu þeir því vel geta
þegið að fá að vita nánari deili á þeim manni. Hann var bróðir
síra Friðriks, maður ineð afburðum vel gefinn, fcæði til munns
og handa, námsmaður ágætur, karlmenni í sjón og raun, örlátur
og veglyndur, hið bezta höfðingjaefni. Hann var skáldmæltur
nokkuð, og má finna í handritum sumt kvæða þeirra Jónasar
Hallgrímssonar, lielzt gamansamlegs efnís og með meira gáska-
brag, sumt, en svo, að vel sé prenttækt. Torfanaut skamma stund,
sem margra annarra í þessura mannvænlega hópi. Hefir síra
Friðrik lýst vel og sannlega þessum mikla efnismanni.
Torfl var sonur Eggerts presfs á Ballará, Jónsson-
ar prests í Holti í Önundarfirði, Eggertssonar í Skarði,
Bjarnasonar sýslumanns í Skarði, Péturssonar í Tjalda-
nesi, Bjarnasonar sýslumanns á Staðarhóli, Péturs-
sonar sýslumanns, Staðarhóls-Pálssonar, Jónssonar á
Svalbarði, Magnússonar [sýslumanns] á Svalbarði,
Porkelssonar prests í Laufási, Guðbjartssonar prests
flóka í Laufási, Ásgrímssonar, Guðbjartssonar á Bægisá,
Vermundarsonar, Loðinssonar, Steinssonar, Höskulds-
sonar, Haukssonar, Helgusonar fögru, Porsteinsdóttur
á Borg Skallagrimssonar, Kvöldúlfssonar landnáms-
manna. Var þar einn kvenmaður í ættinni, áðurnefnd
Helga, í milli Kveldúlfs og Torfa.1)
1) Síra Friðrik rekur hér þessa ætt líkt sem Svalbarðsmenn
hafa sjalfir gert frá fornu fari.
(84)