Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1933, Qupperneq 90
brennasárin járnum, ogallar tilraunir voru þar við gerð-
ar, en allt kom það til einskis gagns. Lá hann undir þeim
kvölum í þrjú misseri, og sá honum enginn bregða til
óþolinmæði, og talaði jafnan með skemmtan við landa
sina, sem jafnan vitjuðu hans, því að mjög unnu þeir
honum. Var það þá ein hans seinasta vísa, er hann
kvað í banalegu sinni þessi, er hér fer á eftir:
Illa þrífast eitruð sár,
upp sig rifa í skyndi;
sporin hnífa, bruni blár,
burtu drífa yndi.
Hann mælti fram fyrir andlát sitt nokkurar stökur, er
hann lagði í bréf til móður sinnar, og er þetta byrjunin:
Gef þú mér hæga, guð, eg bið
andlátsstund,
þá eg á heiminn að skilja við.
Jónas Hallgrímsson heflr á einum stað minnzt á frá-
fall hans í kvæði sinu. [Síra Friðrik mun hér eiga
við kvæðið »Saknaðarljóð« eftir Jónas Hallgrímsson.
Minnist Jónas þar fyrst foreldra sinna, síðan vina
sinna, er látizt hafa og hann hefir mest harmað, Lár-
usar Sigurðssonar, Baldvins Einarssonar, Torfa Egg-
erz og Skafta frænda sins Tímótheuss Stefánssonar.
Petta erindi er þar Torfa helgað:
Sá eg Torfa, —
tryggðreyndan vin,
hraustan, hreinskilinn
og hjartaprúðan, —
lífl ljúka
og lagðan vera
ættjörðu fjær,
er hann unni mest].
2. Frá Eiríki Signrðssyni í Bíldsey.
Pað, sem hérsegiraf ættmennumSigurðarskélds Breiðfjörðs, hefir
síra Friðrik gerla vitað. Ekki er þó gerlegt að prenta allt það, er
prestur hefir um þetta ritað; svo klúrt er það sumt. Hitt er ann-
að, að mörgum mé til hugar koma, hvaðan runnar hafi verið
(86)