Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1933, Blaðsíða 95
hann sinn líka að söng í landinu, úr þvi að leið Frið-
rik prest Þórarinsson á Breiðabólstað í Vesturhópi.
Eirikur var drykkjumaður mikill, að sögn, á sein-
ustu árura. Fór hann fiskaferð og sat á stakk-
inum undan jökii, datt út og var þó dreginn inn i
skipið, og var þá sagt, að blóð hefði upp úr honum
gengið. Tók hann þá legu eftir það áfall og dó;
hörmuðu það margir iítt. Pað sögðu þó sumir, að
margt hefði honum verið vel gefið, og töldu til þess,
að gestrisinn hefði hann verið og bónþægur.
Bækur þjóðvinafélagsins.
Ársbækur félagsins eru, sem undanfarin ár, Andvari,
Almanak og Jón Sigurðsson. Árstillag félagsmanna er
einungis 10 kr.
Almanaki er hagað sem að undanförnu.
Andvari flytur, auk ævisögu sira Sigurðar Stefáns-
sonar í Vigur, margar nytsemdarritgerðir.
Aukabókin er fjórða bindi sögu Jóns Sigurðssonar,
samliðar hans og þjóðmála Islendinga. Næsta ár
kemur síðasta bindi þess rits.
Petta bindi er nefnt »Samningaviðleitni« og tekur
yfir árabilið 1859—69. Er þar fyrst lýst ritstörfum
Jóns um þetta bil, störfum hans og högum. Par mun
það þykja nýstárlegast, að hér er það sýnt með fyllstu
gögnum, að Jón Sigurðsson var stóreínaður maður
á þeim timamótum, sem nú er orðin þjóðtrú að telja
hann stórskuldugan, allt að þvi gjaldþrota, enda mátti
vart annað vera um jafniðjusaman mann, með þeim
stórtekjum, er hann hafði flest þessi ár. Næstu tveir
kaflar lýsa fjárkláðamálinu, flóknu efni og þungu,
sem aldrei hefir verið tekið tíl rannsóknar. Er þar
sýnt með frumgögnum, hversu Jón notaði þar að-
stöðu sina til þess að mjaka áfram þjóðernismálum
(91)