Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1933, Page 96
íslendinga. Allir hinir kaflar ritsins (V,—XIV.) eru
helgaðir pjóðmálum íslendinga, stjórnbótarkröfum og
fjárhagsmáli. Fjárhagsmálið heflr aldrei heldur verið
tekið upp til rækilegrar meðferðar í ritum. Mun
mönnum því koma þar margt á óvart. En einkum
mun mönnum flnnast mikið til um hinn glæsilega
sigur Jóns Sigurðssonar í þessu máli á alþingi 1865,
gegn óskiptri stórri þingnefnd, gegn öllum helztu
málrófsmönnum þingsins, með tilstyrk bænda þings-
ins, allra nema eins, þess er þó bráðlega gerðist einn
harðsnúnasti fylgismaður Jóns. En það er og með
rökum sýnt, að af þessari framkomu Jóns og fylgis-
manna hans leiddi tilslökun og tilboð stjórnarinnar
á alþingi 1867, eitt hið hagfelldasta, sem íslendingum
var nokkuru sinni í té látið, með stórbættum boð-
um við fjárhagskröfum þeirra, frá því sem verið hafði.
Verð hvers bindis af söga Jóns Sigarðssonar er ein-
ungis 7 kr. í lausasölu.
Athggli félagsmanna skal leidd að pví, að búast má
við pví pegar á nœsta ári, að rím Almanaksins (daga-
talj verði fœrt í einfaldara búning; við pað sparasi pá
rúm lil ritgerða par.
Skrítlur.
(Hvaðanæva).
Býður nokkur beturl
Menn nokkurir sátu að gleðskap að loknum kvöld-
verði. Bar þá á góma ýmislega undarlega atburði, er
komið höfðu fyrir þá.
Einn þeirra sagði:
»Nú skal eg segja ykkur, góðir hálsar, að eg hefi
séð hefilspón, sem var málaöur þannig, að hann
líktist svo marmara, að hann sökk til botns, þegar
hann datt í vatnið«.
(92)