Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1933, Side 99
maðurinn, »Nei«, svaraði lyfsalinn eftir stundarkorn,
»úr pessu get eg ekki leyst«. — »Pað er ekki von«,
sagði kaupmaðurinn brosandi, »eg get það ekki heldur«.
Byskup hélt eitt sinn visitazíu í smáþorpi, og fekk
þá einn fermingardrengjanna þessa spurning til úr-
lausnar: »Hver var konungur á Gyðingalandi á dög-
um Krists?«
Drengurinn, sem þessi spurning var lögð fyrir, hét
Sigurður Jónsson. Hann svaraði viðstöðulaust:
»Nebúkadnesar«.
Byskupinn sagði ekkert, brá ekki svip, en gekk til
þess, sem næstur var i röðinni og lagði fyrir hann
þessa spurning: »Getur þú, drengur minn, sagt mér:
Hver var það, sem gerði Nebúkadnesar að konungi
í Gyðingalandi?«
»Pað var hann Sigurður Jónssonl« svaraði drengur.
»Öldungis rétt«, svaraði byskupinn brosandi.
Konan (lesandi í blaði): »Hér stendur að í fanga-
húsum séu fleiri menn ókvæntir en kvæntir«.
Maðurinn: »Já, þarnu sérðu: Peir vilja heldur fara
i tukthúsið en i hjónaband«.
Ferðamaðnr (ávarpar ókunnugan mann á járn-
brautarstöð): »Viljið þér gera svo vel og lita eftir
dótinu mínu, meðan eg skrepp yfir að dyrunum til
þess að kaupa mér farseðil?«
Maðurinn (snýr sér við móðgaður): »Eg heiti Gull-
bergur bankastjóri«.
Ferðamaðurinn: »Eg held nú samt, að óhætt sé að
trúa yður fyrir dótinu, þótt þér séuð bankastjóri«.
(95)