Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1942, Blaðsíða 28
námi 1894, og árið eftir fór hann i sitt fyrsta stríð.
Hann fór sem sjálfboðaliði til Cuba í liði Spánverja
og hlaut þar eldskírnina. Því næst barðist hann í
her Englendinga á landamærum Indlands og Afgan-
islan og skrifaði bók um þann leiðangur (Malakand
Field Force). Vakti hún þegar mikla athygli. Þá var
hann með Kitchener i herferðinni gegn kalifanum
í Súdan og tók þátt i orustunni við Omdurman 1898.
Jafnframt hermennskunni skrifaði Churchil!
stríðsfréttir í blöðin. Þóttu þær þegar merkilegar,
og var hann sendur af einu stórblaðinu til Suður-
Afriku, til þess að skrifa fréttir úr Búastriðinu. Þar
var hann tekinn höndum, en strauk úr varðhaldinu.
Iíomst hann i miklar mannraunir, áður en hann
komst til stöðva Englendinga. Um þetta stríð skrif-
aði hann bók skömrnu síðar.
Dvöl Churchills í Afríku varð ekki löng. Hann
sneri heim. til Englands árið 1900. Þá voru kosn-
ingar fyrir dyrum. Bauð hann sig fram og var kos-
inn, mest fyrir áhrif frænda sinna í íhaldsflokknum.
Vakti hann þegar á sér mikla athygli í þinginu fyrir
mælsku og iðjusemi, en heldur fannst honum þungt
andrúmsloftið í íhaldsflokknum, og þegar Chamber-
lain kom fram með verndartollafrumvarp sitt, gekk
Churchill úr flokknum. Hann hefur jafnan verið
fylgismaður frjálsrar verzlunar.
Churchill kunni langtum betur við sig í frjálslynda
flokknum. Þar var Lloyd George óðum að vinna sér
álit, og urðu þeir Churchill skjótt nánir samherjar.
Frjálslyndi flokkurinn komst til valda 1905, og
varð Churchill þá undirráðherra, en 1908 fékk hann
sæti í ráðuneytinu sem verzlunarráðherra og seinna
innanríkisráðherra. Meðan hann gegndi þessum
embættum, kom hann á ýmsum mikilvægum um-
bótum. Má nefna til dæmis lög um ellistyrk, lág-
markslaun í ýmsum iðngreinum og stofnun vinnu-
miðlunarskrifstofa.
(26)