Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1942, Blaðsíða 65
Sighvatur Bjarnason.
Björn Kristjánsson.
lög þau, er einna þýðingarmest mátti telja fyrir fjár-
hag landsins, síðan er það fékk í hendur löggjafar-
vald um fjárhagsmálefni, lögin um stofnun Lands-\ \ '
banka íslands.
Áður hafði ýmislegt verið hæði rætt og ritað um
hankastofnun, og voru borin fram frumvörp í
þá átt á þingunum 1881 og 1883. En í bæði skiptin
strandaði málið á ágreiningi um, hvort stofna
skyldi seðlabanka eða fasteignaveðlánastofnun. 1885
leggur stjórnin svo fyrir þingið frumvarp um stofn-
un landsbanka, og var þar farið bil beggja, enda
gekk málið greiðlega gegnum þingið.
Landssjóður fékk bankanum hálfa milljón króna
sem starfsfé. Svo mikla fjárhæð átti landssjóður að
vísu ekki, og ekki tók hann hana heldur að láni.
Hann lét prenta seðla, — islenzka seðla, fyrir þess-
ari upphæð, ábyrgðist jafngengi þeirra við dönsku
krónuna og fékk þá Landsbankanum til umráða,
enda voru þeir löglegur gjaldmiðill.
í ársbyrjun 1875 varð krónan mynteining í Dan-
mörku og á Islandi í stað ríkisdalsins. Krónumyntin
var gullmynt, voru seðlar danska þjóðbankans, sem
hér voru í umferð, gulltryggðir, og jafngiltu 2480