Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1942, Blaðsíða 75
Magnús Jónsson.
Klemens Jónsson.
slarfsemi bankanna og þá fyrst og fremst íslands-
banka, sem var seðlabankinn og aðalbanki landsins. Á
stríðsárunum sjálfum meir en tvöfölduðust útlán
bankanna, og 1923 voru þau orðin meira en fjórum
sinnum meiri en fyrir stríð.
íslandsbanki virðist á þessum árum fyrst og
fremst hafa verið rekinn sem einkabanki, enda var
hann það. Til 1915 hafði greiddur arður verið 5
til 6%%, 1916 er arðurinn hækkaður upp í 8%,
1917 upp í 10% og 1919 meira að segja i 12%, En
fyrir þjóðarbúslcapinn hefði vafalaust verið affara-
sælla, að útlánunum hefði verið stillt meira í hóf og
meira tillit tekið til þess, að bankinn var seðlabanki
og höfuðpeningastofnun lítillar þjóðar, sem litla
reynslu hafði í fjármálum.
Ekki gat hjá þvi farið, að svo mikil verðhækkun,
sem hér varð á striðsárunum, hefði áhrif á gengi
krónunnar. í ársbyrjun 1919 hafði hún verið í fullu
gullgildi, en i ársbyrjun 1921 var hún fallin niður i
53% af gullgildi, þ. e. a. s. fallin um næstum því
helming miðað við gull, og átti þó eftir að falla enn
meir.
Sökum margháttaðra erfiðleika, sem heimsstyrj-
(73) 4