Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1942, Blaðsíða 85
■I
Flelgi Guðmundsson.
Valtýr Blöndal.
bankanum skyldi falinn seðlaútgáfurétturinn. Var nú
íariS bil beggja. Landsbankanum var skipt í þrjár
deildir, seðlabanka, sparisjóðsdeild og veðdeild, og
seðiabankanum fenginn seðlaútgáfurétturinn. Enn
frernur voru gerðar breytingar á æðstu stjórn bank-
ans. Yfirstjórn hans er nú í höndum 15 manna
nefndar, er sameinað Alþingi kýs, og ráðherra þess,
er fer með bankamál, en stjórn bankans að öðru leyti
annast 5 manna bankaráð ásamt bankastjórunum
þremur. Fyrsti formaður bankaráðsins var Sigurður
Briem, aðalpóstmeistari, og varð hann það á miðju
ári 1927. Var hann hagfræðingur frá Hafnarháskóla
og hafði eftir heimkomuna gegnt ýmsum störfum,
unz hann varð póstmeistari 1897, og var hann for-
ystumaður íslenzkra póstmála til 1935. í árslok 1928
varð Jón Árnason formaður bankaráðsins. Hann er
framkvæmdastjóri Sambands íslenzkra samvinnufé-
laga og hefur auk þess gegnt fjölmörgum opinberuin
V trúnaðarstörfum, þar á meðal mikilsverðum samn-
ingagerðum við erlend ríki, átt sæti í nefndum,
sem fjailað hafa um viðskiptamál, og í stjórn ýmissa
fyrirtækja og stofnana.
Landsbankinn hafði eflzt mjög á undanförnum ár-