Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1942, Blaðsíða 37
Churchill átti engan þátt í stjórnmálatafli því, er
Ieiddi til ófriðarins, en þegar striðið hófst, krafð-
ist þjóðin þess, að hann tæki við stjórn flotamál-
anna, og það gerði hann þegar í stað, hvort sem
hann hefur verið þess fús eftir það, sem á undan
var gengið.
En nú voru breyttir tímar frá þvi, sem var 1914.
Enski flotinn var ekki nema svipur hjá sjón hjá
þvi, sem var. íhaldsstjórnirnar höfðu gengizt fyrir
ótal afvopnunarráðstefnum og dregið úr öllum her-
búnaði, meðan Þjóðverjar vígbjuggust sem óðast. í
enska flotanum voru nú aðeins fimmtán stórskip,
og af þeim voru tólf ævagömul, frá tímum Jót-
landsorustunnar. Nýlega höfðu verið samþykkt lög
um mikla aukning flotans, en framkvæmdir voru
enn skammt á veg komnar.
Það var því óglæsileg aðkoma fyrir Churchill, og
það því fremur, sem hernaðarhættir voru nú mjög
breyttir frá því i heimsstyrjöldinni. Þá stóð Eng-
lendingum hætta af vígskipum og kafbátum, en
hvorugt getur nú ráðið úrslitum. Flugvélarnar eru
komnar í staðinn.
Englendingar urðu lika fyrir miklum óhöppum,
en þau urðu ekki til þess að rýra gengi Churchills.
Þvert á móti fór traust þjóðarinnar á honum sífellt
vaxandi. Menn fundu, að hann var aðalkrafturinn
í stjórninni. Þegar allt var komið í óefni, Frakk-
land hrunið og Ítalía komin í stríðið, gliðnaði
enska ráðuneytið sundur, Chamberlain hrökklaðist
úr völdum og Churchill varð forsætisráðherra
samkvæmt einróma ósk brezku þjóðarinnar.
Churchill tók við völdum á einhverjum háskaleg-
ustu tímurn, sem saga Englands þekkir. Hann lof-
aði þjóð sinni heldur engu fögru. „Ég færi yður
engan gleðiboðskap, ég boða yður stríð, tár og
blóð“, sagði hann i ávarpi sinu til þjóðarinnar.
Hann reynir aldrei að fegra ástandið, heldur lýsir
(35)