Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1942, Blaðsíða 60
uðust verzlunarleiðirnar til Norðurlanda. Verzlunin
við Bretland jókst mjög, einkum eftir hernám lands-
ins. Viðskipti jukust og við Norður-Ameríku. Nokk-
ur viðskipti voru við Spán, Portúgal, Kúba, Mið- og
Suður-Ameríku, en voru þó háð ýmsum örðugleik-
um. Viðskipti við Ítalíu tepptust, er hún gerðist striðs-
aðili i júní. Verzlunarjöfnuður varð mjög hagstæður,
því að verðmæti útfluttra vara nam um 133 millj.
kr. (70,5 millj. árið áður), en verðmæti innfluttra vara
72,7 millj. kr. (64,2 millj. árið áður). Hin mikla hækk-
un á verðmæti útflutnings er að mestu leyti isfiskssöl-
unni að þakka. Magn innfluttra vara var nokkru
minna en árið áður, þó að innflutningurinn hækkaði
allmikið að krónutali. Þessi hagstæði verzlunarjöfn-
uður varð til þess, að í stað lausaskulda islenzkra
banka erlendis, er í ársbyrjun voru um 540000 ster-
iingsp., kom í árslok innieign, er að frádregnum
ógreiddum lausaskuldum nam um 2300000 stp. Þessar
innstæður verða þó að miklu leyti að teljast „frosnar
inni“.
í striðsbyrjun var gengi isl. krónu miðað við st.-
pund (1 stp. = 27 kr.), og féll krónan með pundinu
í byrjun ófriðarins. Var þá tekið að miða krónuna
við Bandaríkjadollar (1 d. = 6,52 kr.). Hækkaði þá
krónan í hlutfalli við sterl.p., og var sterlingspund i
júnibyrjun skráð á rúmar 20 kr. En i júnímán. var
gengi sterlingspunds ákveðið 26,22 isl. kr., og var kr.
þvi lækkuð allmikið gagnvart pundinu.
Vinnumarkaður. Atvinnuleysi var talsvert fyrstu
mánuði ársins, en eftir hernám landsins dró mjög
úr þvi, þar eð setuliðið stofnaði til margvíslegra
verklegra framkvæmda og notaði að miklu leyti
íslenzkt vinnuafl til þeirra. Hvarf atvinnuleysi því
nær alveg, er leið á árið. Fjöldi manna úr sveitum
fór til Reykjavíkur eða annarra setuliðsstöðva og
fékk þar atvinnu.
(58)