Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1953, Page 4
Á ÞESSU ÁRI TELJAST LIÐIN VERA
frá fæðingu Krists 1953 ár;
frá upphafi júlíðnshu aldar........................................... 6666 ár;
frá upphafi íslandsbyggðar............................................ 1079 —
frá upphafi alþingis.................................................. 1023 -
frá kristnitöku á íslandi............................................. 953 —
frá upphafi konungsríkis á íslandi.................................... 691 —
frá því, er ísland fékk stjórnarskrá.................................... 79
frá því, er ísland fékk innlenda ráðherrastjórn......................... 49 —
frá því, er ísland varð fullvalda ríki.................................. 35 —
frá því, er ísland varð lýðveldi......................................... 9 —
Árið 1953 er sunnudagsbókstafur D, gyllinital 16
og paktar 14.
Lengstur sólargangur f Reykjavík er 21 st. 09 m.,
en skemmstur 4 st. 07 m.
MYRKVAR.
Árið 1953 verða þrír myrkvar á sólu og tveir á tungli:
1. Almyrkvi á tungli 29.—30. janúar. Myrkvinn hefst (tungl nemur við al-
skuggann) kl. 20 54 þ. 29. jan. Almyrkvinn hefst kl. 22 05 og lýkur kl- 23 30.
Myrkvanum lýkur (tungl er laust við alskuggann) þ, 30. jan. kl. 0 40, en 5
mínútum síðar er tungl í hásuðri í Reykjavík og hátt á lofti. Skilyrði til að
fylgjast með myrkvanum eru því hagstæð.
2. Deildarmyrkvi á sólu 13. —14. febrúar. Sést eigi hér á landi.
3. Deildarmyrkvi á sólu 11. júlí. Myrkvans verður örlítið vart á hafinu
norður af íslandi, og nemur myrkvasvæðið við nyrztu staði landsins.
4. Almyrkvi á tungli 26. júlí. Sést eigi hér á landi.
5. Deildarmyrkvi á sólu 9. ágúst Sést eigi hér á landi.
(2)