Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1953, Síða 28
kom, að ég gat ekki komizt yfir að sinna öllum, sem
til min leituSu, neyddist ég til að vísa mörgum frá
daglega, og taldi systir mín einn daginn 47 fyrir
hádegi. Margir fóru grátandi, en þeim leið ekki verr
en mér, sem neitaSi að fara með þeim. Þegar ég ók
um göturnar, neyddist ég oft til að standa af mér
bænir foreldra, sem grátbændu mig um að líta til
barna sinna, eða barna, sem báðu mig að koma til
foreldra sinna.“
Dr. Rush Ij^sir skelfingunni, sem „mótaSist í hvert
mannsandlit", þegar drepsóttin var komin i alglevm-
ing. Hann skrifaði um göturnar, sem lágu frá bæjar-
hlutanum, þar sem sóttin herjaSi mest, hvernig þær
voru fullar af „fjölskyldum, sem flýðu í allar áttir“.
Nokkur hluti borgarinnar varð á skömmum tíma að
eyðimörk. Fátæklingarnir, sem sóttin lagðist fyrst á,
liSu jafnt af fátækt og af sjúkdómnum, þegar allar
framkvæmdir og öll vinna stöðvaðist. Eftir fyrstu
vikuna í september gerSi sóttin sér engan manna-
mun, tók fólk af öllum stéttum. Um skeið voru aðeins
þrír læknar uppistandandi til þess að sjá um sex
þúsund manns, sem lágu í sóttinni. Þegar á sóttina
leið, varð dr. Rush að taka að sér að vera meira en
læknir.
Þegar kom fram i október, fóru menn að vona, að
sóttin mundi réna, því að menn höfðu tekið eftir
því, að hún datt niður, þegar kólnaði í veðri. En
hitinn hélzt dag eftir dag, og veikin geisaði með
fullum krafti, þótt komið væri fram yfir þann tíma,
sem annars var vant að fara að kólna.
Loksins, hinn 15. október, kom steypiregn og rigndi
allan daginn. Þá kom friður yfir borgina, því að
þetta þýddi, að sóttinni mundi linna. Þá hafði sóttin
hamast í sex vikur, drepið yfir 4000 manns og valdið
meiri hörmungum, kviða, kvölum og skelfingu heldur
en nokkur orð geta lýst.
Þegar gula sóttin gekk 1878 í Memphis, sem er
(26)