Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1953, Síða 30
fólk lá ógrafið á alfaravegi og göturu úti dögum og
jafnvel vikum saman.
Fólkið, sem flýði, dreifði veikinni með sér, og
þannig komst hún meðal annars til Granada, Missi-
sipjji. Þar flýðu allir, sem flúið gátu, og fangelsin
voru opnuð og ölium föngum hleypt út, svo að þeir
gætu reynt að bjarga lífi sínu. New York Herald bauð
blaðamönnum sínum geysimikið fé, ef einhver vildi
fara til Granada til að síma fréttir af sóttinni. En
enginn var fús til þess. Þegar tilboð ritstjórans fór
upp í þúsund dollara á dag, freistaðist einn af eldri
fréttamönnum hans, Alfred Spink, til að fara. Hann
hélt út í sjö daga. En það, sem liann sá í Granada,
var mörgum sinnum ægilegra en hann hafði nokkurn
tíma getað búizt við. Hann símaði ritstjóra og eig-
anda blaðsins, Bennett, og sagðist hafa fengið meira
en nóg. Bennett reyndi að fá hann til að þrauka
lengur og bauð honum enn hærra kaup. En það var
ekki við það komandi. Þótt honum væri boðnir 10000
dollarar á dag, gat það ekki freistað hans til að vera
deginum lengur á þessum vettvangi dauðans.
En einn maður þraukaði þarna og sendi út fréttir
daglega. Það var óþekktur símritari, sem sendi New
York Times daglega fréttir af sóttinni. Á tuttugasta
og fyrsta degi farsóttarinnar símaði hann, að eftir
væru aðeins 300 hvítir menn af 2500 íbúum bæjarins
og að helmingurinn af þessum þrem hundruðum
væri veikur. Tveim dögum seinna voru ekki nema
tvö hundruð eftir af þessum þrem liundruðum, og
af þeim voru þrír af hverjum fjórum veikir.
Nokkrum dögum seinna simaði hann til Times:
„Enginn liefur þorað að koma inn i bæinn í marga
daga. Þegar við erum dánir, þá veit guð einn, hvað
verður um þá sjúku.“ Seinna sendi hann þessa frétt:
„Times fréttirnar eru skrifaðar i húsi, þar sem er eitt
lík og fernt með sóttina.“ Síðan urðu fréttirnar stutt-
orðar. Hinn 29. ágúst simaði hann, að tuttugu og tveir
(28)