Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1953, Síða 31
hefðu cláið á einum sólarhring, næstum einn á hverri
klukkustund. Hann var við símaborðið tveim dög-
um seinna, þegar liann dó sjálfur við vinnuna.
Veikin dreifðist með flóttafólkinu upp og niður
allan Mississippidalinn, og var sagt, að einn bátur,
þar sem veikin kom upp meðal skipshafnarinnar, hefði
dreift veikinni á þúsund mílna svæði.
Þetta gerðist allt í Norður-Ameríku, sem var ekki
heimkynni gulu sóttarinnar. Aðalheimkynni liennar
var Brasilía, þar sem segja mátti, að veikin gengi
án afláts. í Santos kom það þráfaldlega fyrir, að
skipshafnir hrundu niður, stundum ba'ði yfirmenn
og hásetar, svo að skipin sátu föst með dýrmæta farma
undir skemmdum. Sumir skipstjórar þorðu því naum-
ast að fara inn til hafnar í Brasilíu, ef þeir gátu
átt von á gulu sóttinni.
Enn eru ekki liðin hundrað ár siðan þetta gerðist.
Menn stóðu algerlega ráðalausir frammi fyrir þess-
ari ægilegu veiki. Læknarnir vissu ekki, af hverju
hún stafaði og kunnu engin ráð til lælcninga. Fólkið
hafði ekkert nema guð og bænir að grípa til, og hvort
tveggja reyndist illa. En áður en öldin var liðin,
komu tveir menn fram á sjónarsviðið, báðir í Banda-
rikjunum, sem hvor á sinn máta og báðir í samein-
ingu áttu eftir að vinna sigur á gulu sóttinni.
Walter Keed og William Gorcjas. Þessir tveir menn
hafa skráð nöfn sín óafmáanlega i sögu mannkvns-
ins. Báðir voru þeir hermenn í ameríska hernum.
Hvorugur þeirra mun samt nokkurn tíma hafa vegið
mann, né átt þátt í nokkrum mannvígum. En þeir unnu
stærri og meiri sigra en nokkur lierforingi hefur unnið
á vígvelli fyrr og síðar.
Hér verður aðallega rætt um William Gorgas. Faðir
hans var herforingi og það ekki af lakara taginu,
þvi að enginn þótti standa honum framar i þvi, sem
að vopnum og vopnagerð vék, og er sagt, að það hafi
(29)