Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1953, Síða 32
verið vitsmunum hans og þekking'u að þakka, að
Suðurríkjaherinn gat haldið út ári lengur en hann
hefði annars gert i striðinu við Norðurrikin. Móðir
Williams Gorgas var dóttir landstjórans í Alabama,
liin ágætasta kona og frið að sama skapi.
Jósef Gorgas, sem eftir borgarastyrjöldina var val-
inn forstöðumaður fyrir nýjum háskóla, sem komið
var á fót í Sewanee, Tennessee, vildi, að William
sonur sinn gerðist lögfræðingur, en pilturinn vildi
ólmur verða hermaður eins og faðir hans. Faðir
hans var svo vitur, að hann fór gætilega að syni
sínum til að fá liann ofan af hermennskunni, og loks
varð það úr, að William skyldi lesa læknisfræði, en
aðallega vegna þess, að eftirspurnin eftir plássi i
West Point, liðsforingjaskóla Bandaríkjanna, var
svo mikil, að Willie komst ekki að.
Það varð því úr, að William fór til New York og
nam læknisfræði í 3 ár við Bellevue-sjúkrahúsið
þar, sem enn er stærsta sjúkrahús þeirrar borgar.
Þar kynntist hann William H. Welch, sem var pró-
fessor i meinafræði, maður afburðagáfaður, sem sagt
var um, að hann vissi alla hluti og mætti fletta upp
í honum eins og alfræðibók. William varð hrifinn
af þessum kennara sinum og kennarinn af lærisvein-
inum, sem bæði fyrr og siðar var hvers manns hug-
Ijúfi vegna glaðlyndis, meðfæddrar kurteisi og góð-
girni, auk þess sem hann var óvenjulega vel gefinn
og laglegur piltur. 1879 tók William Gorgas læknis-
próf, en hélt áfram að fullnuma sig við Bellevue-
spitalann, unz hann gerðist herlæknir ári seinna.
Hann var skipaður læknir við ýmsar herstöðvar i
Bandarikjunum og var hvarvetna elskaður vegna ljúf-
mennsku sinnar, enda var hann ávallt boðinn og
búinn að hjálpa hverjum sem hann gat, og viðmót
hans var svó aðlaðandi, að menn sópuðust að hon-
um eins og járnspænir að segulstáli.
(30)