Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1953, Qupperneq 39
gulu sóttarinnar, átti engan þátt í sjúkdómnum og
var ekkert annað en svinakólerusýkill. Nú var dr.
Carter kominn til Havana, og auðvitað ráðfærði dr.
Reed sig oft við hann, sömuleiðis við dr. Finlay,
og mikil vinátta tókst með Gorgas og Reed.
Reed varð að fara til Washington áður en tilraun-
irnar gætu hafizt fyrir alvöru, og fól dr. Lazear for-
ustuna á meðan. Hann fékk mýflugnaeggin, sem dr.
Finlay hafði verið að klekja út til þess að geta látið
mýflugur af þekktum uppruna stinga sjúkling og síð-
an heilbrigða menn. En hér átti Finlay enn eftir að
verða fyrir vonbrigðum. Af ellefu manns, sem voru
bitnir í ágústmánuði 1900 eftir að mýflugurnar höfðu
stungið sjúklinga með gulu sóttina, veiktust aðeins
tveir af henni. Og það var ekki nóg til að sannfæra
menn um, að veikin gæti ekki borizt nema með mý-
flugunni. Vísindamennirnir, sem höfðu haldið, að
þeir væru á réttri leið, voru nú enn á ný umkringdir
af þoku óvissunnar og vissu ekki, hvað þeir skyldu
taka til bragðs.
Nokkrum vikum seinna skeði það, að dr. Lazear
veiktist af gulu sóttinni, eftir að hann hafði látið
mýflugu stinga sig. Honum elnaði sóttin fljótt, og
25. september var hann dáinn. Gorgas sat hjá honum
öllum stundum, og rétt áður en sjúklingurinn fékk
óráðið, sem síðan brá ekki af honum, tókst Gorgas
að fá hann til að segja frá því, sem gerzt hafði. Lazear
sagði honum þá, að hann hefði verið bitinn af einni
af þeim mýflugum, sem dr. Finlay hefði árum sam-
an haldið fram, að bæru gulu sóttina.
Walter Reed frétti strax um dauða samstarfsmanns
síns og vinar og varð eðlilega hverft við. Hann brá
þegar við og hélt til Havana til þess að setja af stað
nýjar tilraunir og gerði boð eftir sjálfboðaliðum,
sem væru fúsir til að láta gera á sér sýkingartilraunir.
Þeim var lofað beztu og fullkomnustu læknishjálp
og hjúkrun, ef þeir fcngju gulu sóttina, og auk þess
(37)