Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1953, Page 42
veiktist sá hinn sami. Blóði úr þessum sjúklingi var
dælt í annan móttækilegan, og sá veiktist einnig. Þá
vissi Reed og hans menn, að hér var eitthvað lifandi
sóttnæmi á ferðinni, en hvað það var, vissu þeir ekki,
því að aldrei sást nein bakteria né neitt sníkjudýr.
Þá gerðu þeir nýja tilraun. Þeir tóku blóð frá
sjúklingi eins og 'áður, en í stað þess að dæla því
strax i annan mann, létu þeir það ganga i gegnum
bakteríuþétta siu. Þrátt fyrir þessa aðgerð fékk mað-
urinn gulu sóttina. Nú vissi Reed, að sóttkveikjan,
sem veldur gulu sóttinni, er svo lítil, að hún smýgur
síur, er ósýnileg í beztu smásjám og að þess vegna
þyrfti að fara sérstakar leiðir til þess að sigrast á
henni. Þetta var í fyrsta skipti, sem fannst það, sem
nú er kallað síanlegt (filtrabelt) virus.
Enn eina tilraun gerðu þeir. Blóð var tekið úr
sjúklingi eins og áður, hitað upp í 55 stig á Celsius,
og síðan var því dælt í móttækilegan mann. Hann
sýktist ekki. Þetta var endurtekið hvað eftir annað,
og enginn sýktist, sem fékk hitað blóð.
Þegar öllum þessum tilraunum var lokið, gat Reed
svarað öllum þeim spurningum, sem svo lengi höfðu
staðið í dr. Finlay. Hann hafði lengi vitað, að mý-
flugan hans bar veikina, en honum tókst aldrei að
sýna fram á, að flugan gæti sýkt menn. Hann vissi
ekki, að flugan þarf að bíta sjúklinginn fyrstu þrjá
dagana, sem hann er veikur, og að síðan verða að
líða 10—14 dagar, áður en hún bitur mann, ef hann
á að veikjast. En vart mun nokkur maður hafa glaðzt
meira yfir hinni nýju þekkingu en dr. Finlay. Fyrir
honum var mest um vert að sigrast á sjúkdómnum,
en hitt skipti minna máli, hvort lausnin kæmi frá
honum eða öðrum.
Útrýming gnln sóttarinnar i Havana. Gorgas hafði
fylgzt vel með tilraununum, sem Reed hafði staðið
fyrir. Með þeim tókst mikil vinátta, og þeir ræddu
(40)