Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1953, Page 45
lega var skipt um vatn. Nýjar gróðrarstíur, sem
menn höfðu ekki reiknað með, svo sem þakrennur,
sem stífluðust af föllnum laufblöðum trjánna yfir
þeim, og vatnsfylltir boilar, sem fólkið hafði nndir
borð- og rúmfótum til að verja sig fyrir skriðandi
maurum, reyndust lika gróðrarstiur.
Gorgas sá fram á, að ómögulegt yrði að treysta
því, að allt fólk alls staðar hirti svo vel um vatnið
í umhverfi sínu, að flugur gætu ekki þroskazt í þvi.
Það varð að hafa einhver ráð til þess að koma í veg
fyrir, að lirfan þroskaðist, þótt flugan verpti í vatn-
ið. Hann vissi, að lirfan þarf að koma upp úr vatn-
inu öðru hverju til þess að anda. Eftir mikil heila-
brot og tilraunir hans og manna hans fundu þeir upp
á þvi að hella steinolíu yfir vatnið. Þótt ekki myndist
nema örþunn brák af olíunni á vatninu, nægir það
til þess að öndunarop lirfunnar fyilast af olíunni,
þegar hún kennir upp úr vatninu til þess að anda,
svo að hún kafnar.
Eitt er að vita, hvernig hlutirnir eiga að vera og
gefa fyrirskipanir samkvæmt því og annað að fram-
kvæma þær og sjá um, að þeim sé hlýtt. Suðurlanda-
búar hafa lengi liaft orð fyrir að taka lífinu rólega
og vera ekki alltof kærusamir um opinber fyrirmæli.
Svo reyndist einnig liér. En Gorgas hafði kynnt sér
hugarfar fólksins og var allra manna lagnastur að fá
vilja sínum framgengt. Skrifstofa hans var ávallt
opin, og hann var til viðtals fyrir hvern sem var;
hann virtist aldrei þreytast á að útskýra fyrir fólk-
inu, hvers vegna vatn mátti ekki standa neins staðar
i kringum það og hvað það þýddi, ef flugan fékk
næði til að tímgast. Með viðmóti sinu laðaði hann
alla að sér, svo að ergilegt og uppstökkt fólk kom
brosandi út frá honum. Sjálfur reikaði liann iðulega
um bæinn til þess að fylgjast með útrýmingarstarf-
inu og gaf sig oft á tal við fólk, þegar hann hafði
(43)