Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1953, Page 49
Búnaður. Heylaust varð víða á Austurlandi í marz
og apríl. Voru miklar heybirgðir fluttar austur frá
Suðvesturlandi. Grasspretta var víðast hvar rýr, og
sláttur liófst seint. Nýting heyja var fremur góð sunn-
an- og vestanlands, en lakari á Norður- og Austur-
landi. Heyfengur varð yfirleitt með minna móti.
Mikið var unnið að ræktunarframkvæmdum með
stórvirkum vélum. Tilraunir voru gerðar á Suðurlandi
með nýtt stórvirkt jarðvinnslutæki, Cettergrentætara.
Unnið var áfram að nýbýlahverfum í Þinganesi i
Hornaferði, á Hvolsvelli, í Ölfusi, á Reykhólum og á
Víðimýri i Skagafirði. Hafinn var undirbúningur að
stofnun nýrra nýbýlahverfa í Torfalækjarhreppi i
Austur-Húnavatnssýslu og í Ljósavatnslireppi í Suður-
Þingeyjarsýslu. Votheysturnar voru reistir víða í
sveitum. Unnið var að vinnslu heymjöls í Fljótshlíð.
Mikið var unnið að sandgræðslu og skógrækt. Unnið
var að minningarlundi Jóns biskups Arasonar á Grýtu
í Eyjafirði og hafinn undirbúningur að minningar-
lundi Jónasar Hallgrímssonar á Hrauni i Öxnadal.
Mikið var unnið að gróðursetningu trjáplantna i Heið-
mörk, friðlandi Reykvikinga. Sturia Friðriksson nátt-
úrufræðingur safnaði trjá- og grasfræjum á Eldlandi,
og var þeim sáð á tilraunastöðinni á Varmá í Mos-
fellssveit. Kornuppskera var i góðu meðallagi á Sáms-
stöðum og á Rangársandi, og annars staðar gekk korn-
yrkja víðast hvar allvel. Kartöfluuppskera var frem-
ur góð víðast livar á landinu. Þó olli kartöflumygla
sums staðar tjóni á uppskerunni, einkum i Mýrdal.
Garðyrkja var með líkum hætti og áður. Ber spruttu
víðast hvar mjög vel.
Nautgripakynbótastöð var stofnuð á Lágafelli í
Mosfellssveit. Mikið kvað enn að sauðfjársjúkdónmm.
Nýr sjúkdómur í sauðfé, svonefnt jarðarberjafótrot,
kom upp í Skagafirði. Mæðiveiki varð vart i Stein-
grímsfirði, en þar fóru fjárskipti fram 1947. Varð þvi
að lóga 1200 liflömbum, sem nýbúið var að senda
(47)