Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1953, Side 54
ætti sem skrifstofustjóra utanrikisráðuneytisins. 2.
marz var sr. Bjarna Jónssyni veitt lausn frá embætti
sem dómkirkjupresti og dómprófasti í Rvik. 3. marz
var Stefáni Þorvarðssyni veitt lausn frá embætti sem
sendiherra i Hollandi. 9. apríl var Ólafi Ó. Lárussyni,
héraðslækni i Vestmannaeyjum veitt lausn frá emb-
ætti. 30. apríl var Pétri Benediktssyni veitt lausn frá
embætti sem sendiherra íslands i Tékkóslóvakiu. 28.
maí var Gísla Sveinssyni veitt lausn frá embætti sem
sendiherra íslands i Noregi. 14. júli var Pétri Péturs-
syni verðgæzlustjóra veitt lausn frá embætti. 20. júli
var Snorra Ólafssyni, héraðslækni i Breiðumýrar-
héraði, veitt lausn frá embætti. 7. sept. var Ezra Pét-
urssyni, héraðslækni i Kirkjubæjarhéraði, V.-Skaft.,
veitt lausn frá embætti. 9. okt. var Pétri Benediktssyni
veitt lausn sem sendiherra Islands i Póllandi.
Fulltrúar erlendra ríkja. 9. febrúar var Julius
Schopka viðurkenndur aðalræðismaður Austurrikis i
Rvík. 28. febr. var John D. Greenway sendiherra veitt
viðurkénning sem aðalræðismanni Breta i Rvik. 20.
marz var Kjartan Thors viðurkenndur aðalræðismaður
ítaliu í Rvik. Hinn nýi sendiherra Finna á íslandi,
E. H. Palin (búsettur í Osló), afhenti forseta íslands
embættisskilriki sín í júní. Hinn 9. júní lét Harald
Pousette af störfum sem sendiherra Svía á íslandi. 25.
júni var Karl V. Karlsson viðurkenndur vararæðis-
maður Dana í Neskaupstað. Hinn nýi sendiherra Spán-
verja á íslandi, Senor Miguel de Aldassaro y Villa-
mazares (búsettur i Osló), afhenti forseta íslands
embættisskilríki sín 28. júli. Tók hann við embætti af
de Torata greifa. Sendiherra ísraels á íslandi, dr.
Avraham Nissan (búsettur i Stokkhólmi), afhenti for-
seta íslands skilríki sín 30. júli. Hinn 15. sept. lét
Ólafur Ó. Lárusson af störfum sem vararæðismaður
Dana í Vestmannaeyjum.
Heilsufar. Mislingar gengu viða um land framan af
árinu. Lögðust þeir sums staðar þungt á menn, einkum
(52)